G-Force (2009) **1/2


Hurley (Jon Favreau) og þrjár mýs sem hafa ekki talhlutverk.
 
"G-Force"er skondinn og skaðlaus þrívíddarfarsi um teymi ofur-naggrísa sem lenda í átökum við bjrálæðan milljarðamæring, en hann vill ná heimsyfirráðum með því að forrita öll heimilistæki sem fyrirtæki hans framleiðir til að framfylgja skipunum hans og mynda her. Börn á öllum aldri geta notið myndarinnar.
 
Myndin er friðlaus upp með veggjum brjálæðislegur hasar. Það er hægt að ímynda sér framleiðandann Jerry Bruckheimer, leikara og starfsmenn hlaupandi á hamsturshjólum. En ekki segja hvað sem er upphátt. Naggrísir þola ekki þegar þeir eru kallaðir hamstrar, ekki frekar en við.

Illi milljarðamæringurinn Saber, leikinn af Bill Nighly í hlutverki sem við gætum lýst sem einstakri frammistöðu, hefur verið á flótta undan FBI í tvö ár, en á einni kvöldstund tekst G-Force að bjarga plánetunni með því að lauma inn ormi eða vírus, eða einhverju drasli, inn í djöfullegan hugbúnað heimilistækjanna sem Saber framleiðir. Öll forritun er unnin af lyklaborðasnillingi sem sýnir viðeigandi ákafa forritara þegar hann keppist við að slá inn kóða áður en forritið áttar sig á hvað hann er að gera. Þú ættir að sjá þennan litla gaur lemja á lyklaborðið. Gaur, ó gaur.

Það er takmarkaður fjöldi dýra í myndinni. Meðal þeirra loftmikill hamstur og vinur naggrísanna sem leysir oft vind án þess að bæla niður prumphljóðið. Mér heyrðist einhver félaga hans kalla hann "Farty", en það gæti verið bara ég. G-Force teymið er sett saman af Darwin (Sam Rockwell), Juarez (Penélope Cruz) og Bucky (Steve Buscemi). Nicholas Cage leikur moldvörpuna Speckles sem ekki er leikin af hans venjulega ákafa. Þú vilt ekki ofvirka moldvörpu. Ég vissi ekki að þær væru með þessa titrandi bleiku nema á snoppunni. Hlýtur að kitla. Juarez hefur dýrslegan kynþokka, en ef þú spyrð mig, þá lítur einn naggrís út eins og hver annar.

Hér er eitt sniðugt atriði. Hvernig eiga fjarstýrð heimilistæki að ná heimsyfirráðum? Jú, herra, að sjálfsögðu munu þau öll fljúga og safnast saman í risavaxin vélmenni sem gerð eru úr allskonar tækjapörtum. Við sjáum eitt af þessum málmskrímslum, og veistu hvað, ef ég vissi ekki betur, þá myndi ég segja að það liti út eins og... já, ég held það bara... eins og... Transformers! Fyrir utan að það er gert úr eldhúsáhöldum en ekki Chevrolet bílum. Hvernig munu þau ná heimsyfirráðum? Að sjálfsögðu með því að traðka á hlutum.

G-Force nagdýrin bæta einum félaga í hópinn; Hurley (Jon Favreau), þybbnum naggrís. Þessi  sérforrituðu heimilistæki geta verið ansi hættuleg. Örbylgjuofn nokkur fangar Hurley og setur sig í gang. Hann skiptir sér yfir á ólíkar stillingar, frá Köku til Kjúklings, en tekst samt ekki að elda fanga sinn. Ég átti einu sinni svona örbylgjuofn. Hann eldaði ekki heldur nokkurn skapaðan hlut. Bölvað drasl.

Það eru líka alvöru fólk sem leikur í myndinni, ekki bara Bill Nighly, heldur einnig Kelli Garner sem dýralæknir, Zach Galifianakis sem stór, tötralegur gaur, Will Arnett sem mjór, ótötralegur gaur, og Gabriel Casseus sem fulltrúi að nafni Trigstad. Eitthvað annað sem þú þarft að vita? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband