Fame (2009) **

bilde?Site=EB&Date=20090923&Category=REVIEWS&ArtNo=909249997&Ref=AR&Maxw=438
Dansarar í "Fame": Þau ætla að læra hvernig maður flýgur.

Vinsældir

Til hvers að endurgera "Fame" ef þú hefur ekki hugmynd um hvað það var sem gerði myndina frá 1980 sérstaka? Til hvers að taka hugljúfa reynslu og breyta henni í grunna æfingu? Til hvers að byrja með spennandi sjónarhorn á möguleg ungmenni með alvöru vandamál og hemja það niður í áhorfendavænt sjónvarpsefni? Til hvers að ráða í hlutverkin leikara sem eru stundum of gamlir og reyndir til að leika útskriftarnema, hvað þá busa?

Hin nýja "Fame" er sorgleg spegilmynd af Hollywood, þar sem efni er hreinsað og gert heimskulegt fyrir hinn hugsanlega unglingamarkað sem er alltof fágaður fyrir það. Myndin er eins og sviðsuppsetning á frummyndinni. Það að virkilega hæfileikaríkir leikarar séu í myndinni hjálpar ekki til, því að þeir fá lítið til að skapa eða vinna með. 

Vantar okkur á þessu augnabliki enn aðra útgáfu af krumpuðu atriði þar sem kærasti misskilur hvernig stúlkan hans brosir til einhvers annars, og reiðist? Vantar okkur foreldra sem vilja að dóttir þeirra verði klassískur píanóleikari og skilja ekki sálarþörf hennar til að flytja hipp-hopp tónlist? Og umfram allt, vantar okkur stóran endi sem er svo vandaður og yfirframleiddur að hann lítur út eins og tónlistaratriði á Óskarsverðlaunahátíðinni og gæti engan veginn hafa verið settur á svið af framhaldsskólanemendum?

Sem aðdáandi 1980 myndarinnar í leikstjórn Alan Parker hafði ég áhuga á að sjá hvað yrði gert með þessa. Mig grunar að leikstjórinn, Kevin Tancharoen ("Britney Spears Live from Miami") hafi ekki skilið útgáfu Parker. Sú mynd var ekki afsökun fyrir tónlistarmynd. Hún var mynd með frábærum tónlistaratriðum sem spruttu upp úr snertanlegum dramatískum aðstæðum.

Nýja handritið eftir Allison Burnett er grunnt og flatt. Það er ekki tekið á persónulegum eða fjölskyldusamböndum á annan hátt en með klisjum. Sum nemanda-kennara atriðin eru eitthvað sem búast mátti við, en eru áhrifarík, vegna þess að fullorðnir leikarar eins og Charles S. Dutton, BebeNeuwirth, Megan Mullally og Debbie Allen (úr frummyndinni og sjónvarpsþáttunum) tala af sannfæringu og eru ekki til að fylla út í söguþráðinn.

Myndin, eins og frummyndin, er brotin niður í einingar: "Busaár," og svo framleiðis. Í 1980 myndinni höfðum við á tilfinningunni að tíminn væri að líða og persónur að breytast. Í nýju myndinni elta þessi ár miskunnarlaust formúlu handritsins: Inngangur, Persónusköpun, Vandamál, Lausn, Góður Endir. Þegar annað ár byrjaði kíkti ég á klukkuna mína til að staðreyna hversu stuttur tími hafði liðið. Myndin virkar eins og hún hafi verið gerð í flýti. Það er kannski sönnun á klippingu eftir tökur að Kelsey Grammar, í hlutverki kennara, birtist svo sjaldan á tjaldinu (fyrsta samtalið hans er hins vegar gott).

Ég hafði litla tilfinningu fyrir hver þessi ungmenni voru. Mér líkaði mikið við sum þeirra. Þau eru ekki eftirmyndir af frumpersónunum né nota nöfn þeirra, en ég held samt að Naturi Naughton, sem Denise, eigi að virka eins og Irene Cara sem Coco. Naughton er hrífandi og hæfileikarík, en atriðin með stjórnsömum föður hennar eru skrifuð á sjálfsstýringu. Og er það mögulegt fyrir svo hæfileikaríkan klassískan píanóleikara að hafa jafn litla tilfinningu fyrir list hennar?

Kay Panabaker, sem Jenny, minnir svolítið á Molly Ringwald, en persóna hennar er ekki nógu hæfileikarík til að sannfæra okkur um að hún hafi komist í gegnum prufur. Anna Maria Perez deTagle , sem Joy, virkar svo leitandi að við vildum óska okkur að hún hefði fengið betri atriði til að vinna með. Collins Pennie, sem Malik, fer með vanþakkláta hlutverkið sem ungur og reiður maður vegna bernskuminninga; það að hann er 25 gerir unglingaveikina ekkert sérlega sannfærandi. 

Kvikmyndagerðarmennirnir hafa stokkað upp í spilastokknum, með nokkrum reynslumiklum leikurum á tvítugsaldri sem líta eiginlega ekki út eins og 14 ára busar en dansa eins og atvinnumenn á Broadway. Reynsluleysi þeirra er leikið, ekki tilfinnanlegt. Kaldhæðnin er sú að persónan sem Dutton leikur í myndinni gefur ráð sem myndin sjálf hefði átt að fara eftir.

 

23. september 2009

eftir Roger Ebert 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband