9 (2009) ***


#9, hetjan í "9."
 
9

Fyrstu myndskeiðin í "9" eru heillandi. Í nærmynd sauma þykkir fingur síðustu sporin í næstum mannlega litla tuskudúkku og bætir við augum sem líkjast sjónauka. Þessi vera lifnar við, gengur um á riðandi fótum og vogar sér óttaslegin út í landslag borgar sem sprengd hefur verið í tætlur.

Þessi framtíðarheimur var fyrst búinn til sem stuttmynd af Shane Acker, nemanda við UCLA, og var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006. Þá þótti mér hún hafa "skríðandi, mölvandi, illskeytt andrúmsloft... virkaði eins og feluleikur, fallega teiknuð og sérstaklega ósnyrtileg." Þannig er það ennþá þegar aðalpersónan kölluð "9" hittir forvera sína frá #1 til #8 og þeir lenda í bardaga við Transformers-legt rauðeygt skrímsli sem kallast Skepnan.

Maður gæti spurt um tilgang þess að búa til lífsform í heimi sem annars er án lífs, til þess eins að útvega því óvin sem vill öllu kosta til að eyða því. Tilgangurinn, í hamingjunnar nafni, er að búa til undirstöðu fyrir runu hasaratriða, bardaga í heimsendatón sem er áhugaverður fyrir augað, en jafn miskunnarlaus og samskonar stanslaus-hasar-allan-tímann myndir. Þetta eru vonbrigði. Með væntingar í kjölfar upphaflegu stuttmyndarinnar í huga hafði ég hlakkað til að sjá hvað Acker myndi gera við mynd í fullri lengd, sérstaklega með framleiðanda eins og Tim Burton sér við hlið.

Persónurnar eru allar nokkuð líkar, en samt er nokkuð auðvelt að greina þær í sundur, ekki síst vegna þess að þær hafa tölustaf saumaðan á bakið. Þær hafa sýnileg persónueinkenni og tala röddum virtra leikara, meðal annars Christopher Plummer sem leiðtogi þeirra #1 og Jennifer Connelly sem aðalkvenhetjan #7. Gagnsemi kyns hjá verum sem hafa ekki kynfæri er ekki rætt, ekki einu sinni ýjað að málinu.

Níu er yngsta, líklega greindasta og örugglega sú hugaðasta þegar hann leiðir hina úr hópnum gegn óskum #1, í leiðangur til að skoða sig um í rústunum, sem líta út eins og afgangur af borg úr fortíðinni, ekki framtíðinni, og inniheldur fréttaskot sem virðist vera frá 1940 um hrikalega alþjóðlega styrjöld sem nokkurs konar einræðisherra eins og Hitler kom í gang. Var Skepnan skilin eftir til að þurrka út þá sem komust lífs af, og til að tryggja endanlegan sigur í fjarveru sigurvegaranna?

Slíkar spurningar, viðurkenni ég, eru afar áhugaverðar. En samtölin eru aðallega í einfölduðu hasarmyndamáli, með geltar viðvaranir og leiðbeiningar og kappræður um áætlanir á sem grynnstan hátt. Þar sem þessi kvikmynd er greinilega ekki ætluð börnum, heldur unglingum og eldri, er það nú orðið að kenningu í Hollywood að kjarnyrt mál og gáfulegt sé ekki lengur gagnlegt í hasarmyndamáli?

Einn af kostum fortíðarinnar áður en tölvugrafík náði völdum var að þó hasaratriði gætu að einhverju leiti verið gervileg, þá þurfti að setja þau saman í smáatriðum sem var hægt að horfa á. Nútíma tölvugrafíklistamenn, eitraðir af guðlegri stjórn sinni yfir myndmáli, gleyma sér og bæta við ruglingslegum flækjum. Ef ég væri neyddur til að gefa löggunni nákvæma lýsingu á Skepnunni, gæti ég ekki gert betur en: "Þú munt þekkja hana þegar þú sérð hana. Hún hefur líka stórt og glóandi rautt auga."

Berðu þetta saman við gríðarstóra byggingu í "Howl's Moving Castle" eftir Miyazaki. Hún er rosalega flókin, en ég á stóra mynd af einni stillimynd sem Miyazaki teiknaði fyrir myndina, og þú getur séð skýrt að hún er öll þarna.

"9" er samt sem áður þess virði að sjá. Hún hefði getað verið tækifæri fyrir krefjandi pælingar sem vísindafantasíur gera best. Samt sem áður er besta ástæðan til að sjá hana einfaldlega sköpunarkrafturinn sem farið hefur í útlitið. Það er heillandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Smá prófarkarlestur myndi koma sér vel.

...hittir forvera sinn #1 í gegnum #8...  Áttu ekki við að hann hitti forvera sína (marga), frá #1 til #8? Eða hittir hann bara #1 í gegnum gat á #8?

...hlakkaði mig... ég hlakka til.

Nokkar svipaðar fljótfærnis/þýðingarvillur í öðrum pistlum. Er einhver góð leið til að benda á þær eða á ég bara að kommenta?

Einar Jón, 20.10.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Roger Ebert (í þýðingu Hrannars Baldurssonar)

Sæll Einar og kærar þakkir fyrir góðar og nokkuð fyndnar ábendingarnar. Þar sem ég er einn í þessu eins og er hef ég engan til að prófarkarlesa, og þá slæðist vissulega ein og ein villa inn. Fyrir birtingu í tímaritum fengi ég væntanlega einhvern til að prófarkarlesa. :)

Endilega bara kommenta ef þú rekst á svona villur. Ég er þér þakklátur fyrir.

Roger Ebert (í þýðingu Hrannars Baldurssonar), 20.10.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Einar Jón

Ekkert mál - ég skal reyna að leiðrétta af og til.

En þar sem ég bý í að mestu enskumælandi landi fer það sérstaklega í taugarnar á mér að lesa texta þar sem ensk máltæki eru þýdd orðrétt og "meika ekkert sens" á íslensku (eins og "1 through 8" og "I want to do this" -> mig vantar að gera þetta).

Einar Jón, 21.10.2009 kl. 05:01

4 Smámynd: Roger Ebert (í þýðingu Hrannars Baldurssonar)

Skil þig. :)

Roger Ebert (í þýðingu Hrannars Baldurssonar), 21.10.2009 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband