Couples Retreat (2009) **


Karlmenn bindast óhjákvæmilega böndum í "Couples Retreat" (Jon Favreau, Fazon Love, Jason Bateman og Vince Vaughn).
 
"Couples Retreat"segir sögu fjögurra para sem eru plöguð af erfiðleikum og hvernig hægt er leysa vandann með gamanþáttarformúlum. Vegna þess að handritið segir það. Hún er ekki mjög fyndin, fyrir utan nokkra sjálfstæða frasa, og ekki spennandi, fyrir utan tímasetningu hinnar óhjákvæmilegu lausnar. Hún lætur þig ekki einu sinni þrá þessa paradísareyju.
 
Öll pörin virðast koma frá Buffalo Grove sem hefur engin önnur sýnileg áhrif en stuttermabol. Þrjú þeirra telja sig vera sæmilega hamingjusöm, en Jason (Jason Bateman) og Cynthia (Kristen Bell) grátbiðja hin um að koma með sér í viku á hótelsvæði sem er ætlað það eitt að hjúkra samböndum (fjögur pör fyrir verð tveggja).
 
Jason og Cynthia eru í öngum sínum því þau hafa ekki eignast barn. Hin pörin eru Dave (VinceVaughn ) og Ronnie (Malin Akerman); Joey (Jon Favreau) og Lucy (Kristin Davis); og Shane (Faizon Love) og Trudy (Kali Hawk). Vandamál þeirra: (1) Foreldrahlutverkið truflar tilhugalífið; (2) auga Joey flakkar; (3) Shane hefur skilið við konu sína og sefur hjá tvítugri ljósku.
 
Þau fljúga í Edengarðinn, tekinn upp á Bora Bora, virkilega fallegan stað sem er smækkaður niður á strandveislustandard. Eden er stjórnað af Monsieur Marcel (Jean Reno), bardagameistara og dulspekingi, og Cstanley (Peter Serafinowicz), sem útskýrir af hverju nafn hans er stafað með "C". Aðrir starfsmenn eru Salvadore (Poppsöngvarinn Carlos Ponce) sem situr fyrir á kápum ódýrra ástarsagna. 

Formúlan sjálf hefði getað leitt til bráðfyndinnar uppákomu, en sagan virkar ekki þegar kemur að persónusköpun. Öll pörin haga sér viðstöðulaust sem sýnidæmi af vandamáli þeirra. Myndin þarf á einhverju spennandi að halda og fær hana frá hákarlaárás við köfunaræfingu, þar sem fram koma saklausir hákarlar sem keyrðir eru áfram af blóðlykt og synda stjórnlausir í endalausa hringi til að segja "bú!" Salvadore heillar konurnar á nokkuð margræðan hátt með olíubornum vöðvum og kokteil úr ananas og rommi. Mennirnir bindast ekki jafn mikið þó að þeir standi saman fyrir framan myndavélina og skiptist á bindandi samtölum.

Það er annað hótelsvæði sem heitir Austur Eden, þar sem allir eru á lausu, en ekki pör í erfiðleikum. Þar er veisla hverja einustu nótt; svo framarlega sem ég gat séð, og einu viðskiptavinirnir á Vestur Eden eru pörin fjögur, þannig að það er engin furða að það var helmingsafsláttur af ferðinni, þrátt fyrir tal Cstanley um langan biðlista.

Það besta í "Couples Retreat" er vel tímasett og gáfulegt málfar Vaughn; sérviska Love og Hawk til samanburðar við hin pörin sem virðast öll vera gerð eftir sama formi, og ástaraðferðir Serafinowicz, sem gefa í skyn ofskynjunarhugleiðslu.

Lokaatriðin eru hræðileg, þau arka formúlukennd í gegn til þess að klára myndina. Við vitum öll að pörin fjögur koma á staðinn í vanda. Við vitum að aðstæður þeirra hljóta að vera alvarlegar. Við reiknum með atburði sem breytir öllu, fær þau til að uppgötva hið sanna eðli tilfinninga sinna. Þessi atburður er brjálæðislegt fyllerí í Austur Eden. Við gerum ráð fyrir innilegum játningum djúpra tilfinninga. Og við vitum að það verður að vera gleðilegur endir sem pakkar öllu saman.

Í samhengi myndarinnar verður að sjá hinn gleðilega endi til að trúa honum. Var búist við öllum þeim atburðum sem áttu að breyta samböndunum, voru þau jafnvel skipulögð af hinum alvitra Monsieur Marcel? Marcel afhendir hverju pari dýr sem á að vera fulltrúi þeirra innri anda. Þessar myndir eru skornar út úr myrkum við, nokkuð sem ég áttaði mig á eftir að hafa séð annað, þriðja og fjórða dýrið. Hið fyrsta var kanína, sem leit út eins og súkkulaðikanína. Það hefði verið svolítið skrítið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband