Law Abiding Citizen (2009) ***


Jamie Foxx í "Law Abiding Citizen."

"Law Abiding Citizen" er þétt spennumynd um fjöldamorðingja sem drepur afturábak: Hann er þegar kominn í fangelsi þegar hann fremur öll nema eitt af morðum sínum, og í einangrun mestan tímann. Þannig að sagan er lokaður-innan-í-herbergi ráðgáta: Hvernig fer hann að því að setja upp hin djúpt hugsuðu dráp? Hjálpar einhver honum utan veggja fangelsisins, eða hvað?

Jamie Foxx leikur Nick, saksóknara í Philadelphia, og Gerald Butler er Clyde, morðingi sem er vægast sagt snillingur í sínu fagi. Clyde er í upphafi myndar elskulegur eiginmaður og faðir, en þá eru eiginkona hans og dóttir myrt á hroðalegan hátt. Saksóknarinn Nick semur við morðingjana: annar hinna seku er tekinn af lífi; hinum er sleppt fyrir að bera vitni gegn félaga sínum.

Clyde trúir þessu ekki. Hann sá þá myrða fjölskyldu sína. Báðir eru sekir. Allir eru sammála. Af hverju fær annar þeirra að fara? Vegna þess, útskýrir Nick, að málið er ekki pottþétt án vitnisburðarins, og ef þeir tapa, þá sleppa báðir. Það er ekki nógu góð útskýring fyrir Clyde, sem notar næstu 10 ár til að undirbúa og leggja á ráðin og sjóða í eigin hatri. Þetta er forsagan. Ég fer ekki út í smáatriði um hvað gerist næst, fyrir utan að fyrsta morð Clyde felst í innbroti inn í aftökuklefa -- og það er áður en hann lendir í fangelsi. Er hann Houdini eða hefur hann yfirnáttúrlega krafta?

Eftir því sem fleiri af aðferðum hans koma í ljós, er ljóst að hann er ekki töframaður, heldur virkilega snjall einstaklingur með ótrúlega útsjónarsemi. Svo ótrúlega, reyndar, að hún löðrungar heilbrigða skynsemi. Ofurillmenni kvikmynda eiga það til að spá rétt fyrir um það sem allir munu gera og byggja áætlanir sínar á því. Útskýringin á aðferðum Clyde er fáránleg, en hún kemur í ljós nógu seint til að leikstjóranum Gary Gray, takist að skapa töluverða spennu og ugg. 

Foxx og Butler standa sig vel í grimmum samleik sínum. Colm Meaney er notaður of lítið sem lögreglufélagi Nick; okkur grunar að hann gæti verið samstarfsfélagi Clyde, þegar haft er í huga að oftast eru vel þekktir leikarar í lykilhlutverkum, en kannski gegnir hann öðru hlutverki. Leslie Bibb virkar vel sem samstarfsfélagi Nick við að sækja dómsmál, með Regina Hall í hlutverki eiginkonu Nick, Annie Corley er dómari sem upplifir óvæntar uppákomur í réttarsalnum, og hin kraftmikla Viola Davis er borgarstjórinn.

"Law Abiding Citizen" er ein af þessum myndum sem þú hefur gaman af á meðan hún varir, en gleymir svo fljótt. Ég meina, í alvöru, hugsar þú. Samt á kvikmynd sem maður hefur gaman af á meðan hún varir eitthvað jákvætt skilið frá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband