Disney's A Christmas Carol (2009) ****

"Disney's A Christmas Carol" eftir Robert Zemeckis (og Charles Dickens, að sjálfsögðu) er hressandi myndræn upplifun og sannar að hann er einn af fáum leikstjórum sem veit hvað hann er að gera með þrívídd. Sagan sem Dickens skrifaði 1838 er enn klassísk, og þó að hún sé svolítið ofhlaðin hérna með Skrögg fljúgandi jafn frjálslega og Superman yfir götur Lundúnaborgar, tja, fyrst myndin hefur drauga, þá er pláss fyrir hvað sem er.

Ég mun ekki endursegja söguna fyrir þig. Draugar liðinna jóla, nútíðar og komandi jóla eru engar fréttir. Ég hef meiri áhuga á útliti myndarinnar, sem er í samræmi við anda Dickens (á suman hátt) þar sem hann ýkir af mikilli gleði. Yfirleitt byrjar hann með ungar hetjur og umkringir þær með samansafni persóna og teiknimyndafígúra. Hér er aðalhetjan teiknimyndafígúra: Ebenezer Skröggur, aldrei jafn grannur, aldrei jafn álútur, aldrei jafn bitur. 

Jim Carrey er þarna einhvers staðar undir lögum af skönnuðum teiknimyndaleik; þú kannast við svipmikinn munn hans, en í aðalatriðum líkjast Zemeckis persónurnar ekki leikurum sínum alltof mikið. Í "The Polar Express" vissir þú að þetta var Tom Hanks, en hérna ertu ekki jafn viss um Gary Oldman, Tim Roth, Robin Wright Penn eða Bob Hoskins.

Zemeckis treður þessum persónum í Lundúnaborg sem skekkist og teygist eftir þörfum til að endurspegla draugalegt andrúmsloftið. Sjáðu fyrir þér stofu Skröggs, jafn þrönga og háa og hann er sjálfur. Heimili frænda hans Fred, sem mótvægi, er jafn víð og hlý og persónuleiki Fred.

Teiknimyndir gefa frelsi til að sýna nánast hvað sem er, og Zemeckis notar það. Stundum virðist hann jafnvel vera að vekja upp draug Salvador Dali, eins og í sláandi atriðið þar sem öll húsgögn hverfa og turnlöguð afaklukka hangir yfir Skröggi og gólfið hallast inn í fjarlægt sjónarhorn.

Draugarnir þrír eru líka sérstaklega fígúrulegir. Ég hafði gaman af þeim fyrsta, álfi með sílogandi haus og hatt í laginu eins og kertaslökkvari. Stundum hristir hann loga sína til eins og strákur sem kastar hárlokk frá augum sínum. Eftir að annar draugur flýgur út um gluggann, hleypur Skröggur á eftir honum og sér göturnar fullar af fljótandi draugaverum, allar þeirra hlekkjaðar við þungan stein, eins og svo margir Chicago glæponar sem sofa með fiskunum.

Geturðu talað um leik í persónum sem búnar eru til í hópvinnu? Þú getur rætt um raddirnar, og Carrey vinnur yfirvinnu sem ekki aðeins Skröggur heldur allir þrír jóladraugarnir. Gary Oldman talar fyrir Bob Cratchit, Marley og Tim litla.

Ég er enn ósannfærður um að framtið kvikmynda felist í þrívíddartækni, en það segir þér eitthvað að þrjár þrívíddarmyndir Zemeckis (þar á meðal "Beowulf") hafa hrifsað af mér 11 af 12 mögulegum stjörnum.

Mér líkar við hvernig Zemeckis gerir þetta. Hann virðist öruggari en margir aðrir leikstjórar, og notar þrívídd frekar en að vera notaður af henni. Ef forgrunnurinn inniheldur nálæga hluti, þá halla þeir yfirleitt inn á við, ekki út yfir höfuð okkar. Taktu eftir í forgrunninum bjöllum sem hanga á vegg sem við þurfum að horfa framhjá þegar Skröggur, langt fyrir neðan, fer inn á heimili sitt; þegar ein og síðan hin byrja að hreyfast hægt, þetta er mjög vel gert.

Annað: tónlistin eftir Alan Silvestri laumast inn í nokkur hefðbundin jólalög, en þú þarft að hlusta sérstaklega eftir því þegar taktur "God Rest Ye Merry, Gentlemen" verður drungalegri á meðan hættuflugið gegnum Lundúnaborg stendur yfir.

Ættirðu að taka börnin með? Hmmm. Ég er ekki viss. Þegar ég var lítill, hefði þessi mynd hrætt lifandi áruna út úr mér. Í dag hafa krakkar séð meira og eru harðari. Samt sem áður, "A Christmas Carol" hefur þennan eina eiginleika sem foreldrar vonast eftir í fjölskyldumynd: Hún er skemmtileg fyrir fullorðna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá þér að birta einkunnagjöf og umsagnir Ebert hérna. Þessi síða er klárlega komin inn á listann yfir daglegar flettisíður. Keep up the good work!

Brynjar (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband