A Serious Man (2009) ****

Sy Ableman, besti vinur Larry Gopnik, hefur stolið eiginkonu hans frá honum og hughreystir hann í kjölfarið. (v-h, Michael Stuhlbarg og Fred Melamed).
 
Við lærum úr Jobsbók: "Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og mettast órósemi." Þannig maður er Larry Gopnik. Hann kennir eðlisfræði fyrir framan krítartöflu fulla af furðulegum formúlum sem eru stærðfræðilegar sannanir að nálgast fullvissu, og hvað veit hann með fullri vissu um eigið lífi? Ekkert, þannig er það. 
 
Eiginkona hans fer frá honum með besta vini hans. Sonur hans hlustar á rokktónlist í hebreuskskóla. Dóttir hans stelur pening til að borga fyrir nefaðgerð. Mágur hans sefur á sófanum og hangir á skuggalegum börum. Byssuóður nágranni hans skelfir hann. Nemandi reynir að múta honum og kúga af honum pening á sama tíma. Fastráðningarnefnd skólans fær nafnlaus og frjálslega skrifuð bréf um hegðun hans. Eiginkona hins nágrannans er kynóð. Guð bannar þessum manni að vitja læknis. 

"Þetta er svona mynd sem þú gerir eftir að þú hefur unnið Óskarsverðlaunin," skrifar Todd McCarthy í Variety. Ég gæti ekki orðað það betur. Eftir hina virkilega frábæru "No Country for Old Men," hafa Coen bræðurnir gert hina ekki svo alvarlegu "A Serious Man," sem ber með sér öll merki um alúðarvinnu.

Hún gerist í því sem ég geri ráð fyrir að sé úthverfi í Minneapolis barnæsku bræðranna, sléttlendi fullu af flötum heimilum með stóra bílskúra en ekki mikið af trjám í kring. Í þessum heimi þráir Larry Gopnik (Michael Stuhlbarg) einskis heitar en að vera tekinn alvarlega og gera hið rétta, en tekur Guð hann alvarlega? "Ég las Jobsbók í gærkvöldi," sagði Virginia Woolf. "Mér finnst Guð ekki komast vel frá sínu." Einhver þarna uppi er ekki hrifinn af Larry Gopnik.

Myndin byrjar með skuggalega fyndinni forsögu á jiddísku, "A Serious Man" fjallar um samfélag Gyðinga þar sem hið rökrétta (eðlisfræði) skiptir engu máli í samanburði við hið dularfulla (örlögin). Gopnik getur fyllt út allar þær krítartöflur sem hann langar til, og það mun ekki gera honum neitt gagn. Kannski vegna þess að einhver forfaðir hans bauð draug yfir þröskuldinn á heimilu sínu er Larry bölvaður að eilífu. Slíkur draugur, eða dybbuki er ráfandi sál látinnar manneskju. Þú vilt ekki gera þau mistök að bjóða einni slíkri inn á heimili þitt. Þú þarft ekki að vera Gyðingur til að átta þig á því.

Mikið af því besta í "A Serious Man" kemur frá leik Michael Stuhlbarg í aðalhlutverkinu. Hann leikur ekki Gopnik sem aula eða aumingja, vælukjóa eða þunglyndissjúkling, heldur vongóðan mann sem getur ekki trúað því sem hann lendir í. Hvað annað getur farið úrskeiðis? Hvar getur hann fundið hamingju? Hvern getur hann glatt? Í kynlífsdeildinni, af hverju hræðist hann jafnvel sína eigin blautustu drauma, með blygðunarlausri nágrannakonu hans í aðalhlutverki (Amy Landecker)? Af hverju tekur besti vinur hans Sy Ableman (Fred Melamed) konu hans frá honum og huggar hann síðan með slíkri sorg, meðaumkun og skilningi? Veit Fred að Larry hefur verið dæmdur af æðri öflum?

Af hverju hunsa börnin hans hann? Af hverju er einskis nýtur mágur hans (Richard Kind) þetta miskunnarlausa sníkjudýr? Af hverju getur ekki einu sinni rabbíni hughreyst hann eða gefið honum gagnleg ráð? Af hverju skyldi nemandi hans (David Kang) greinilega falla á prófi, skilja mútufé eftir á skrifborði hans og reyna síðan að rústa lífi hans?

Af hverju, af hverju, af hverju? Þú hefur sjálfsagt heyrt gamla brandarann þar sem Job spyr Drottinn af hverju allt í lífi hans fór úrskeiðis. Manstu hverju Drottinn svarar? Ef þú manst ekki brandarann, spurðu einhvern. Ég get ekki sannað það, en ég er algjörlega viss um að helmingur mannkyns hafi heyrt einhverja útgáfu af þessum brandara.

Hef ég sagt að "A Serious Man" er rík og fyndin? Þetta er ekki hláturskallamynd, heldur blikka-blikka mynd. Þær geta líka verið fyndnar. Coen bræður hafa fundið að mestu ókunnuga leikarara eins og Stuhlbarg, Kind og Melamed sem þú hefur séð áður, en ert ekki viss um hvar. Ég ímynda mér (en veit það ekki) að Joel og Ethan hafi verið að sparka þessari sögu á milli sín í mörg ár, og minnt hvorn annan á mögulegar persónur, þegar þeir hafa séð leikara og tekið eftir þeim: "Þessa getum við notað sem Frú Samsky." Leikarar þeirra voru ekki ráðnir, þessi hlutverk voru ætluð þeim.

Uppáhaldið mitt er Melamed sem Sy Ableman. Hlutverk hans er ekki stórt en hann er svo góður að hann býr til fullskapaða manneskju í sínu fyrsta atriði, þegar hann er bara rödd í síma. Þetta er svikarinn sem hefur stolið eiginkonu Gopnik, og hann heldur að þeir hefðu gott af því að ræða saman í vinsemd. Ableman er ekki bara sorgin sjálf, heldur ráðgjafi til að hjálpa Gopnik út úr sorginni. Þú hlýtur að dást að slíkri tæfu.

Amy Landecker er fullkomin sem Frú Samsky. Hún gerir persónuna kynæsandi á afar rökréttan hátt, en allir hyggnir karlmenn myndu við fyrstu sýn vita að þeir ættu að viðhalda góðri fjarlægð. Judith Gopnik, sem eiginkona Larry, tekst að tjá í örfáum atriðum að hún er ekki að yfirgefa hann vegna ástríðu eða reiði, heldur hefur hún á tilfinningunni að hann sé sökkvandi skip og að Sy Ableman sé björgunarbátur.

Sögð er smásaga í "A Serious Man" sem passar kannski ekki inn í myndina. Ég held að hún virki sem dæmisaga um myndina, líf Gopnik, og Jobsbók. Það er þessi um Gyðingatannlækninn sem uppgötvar orðin "hjálpaðu mér" á hebresku bakvið lægri framtennur á kristnum manni. Mundu að skilaboð margra dæmisaga birtast fyrst í blálokin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband