Coco Before Chanel (2009) ***1/2


Audrey Tautou sem Coco Chanel: Hún er ánægð með sjóarablússuna sína.

Við tölum um að fólk "finni sig upp". Það gerir ráð fyrir að þau viti hvern það vill skapa. "Coco Before Chanel" hefst með yfirgefinni munaðarlausri stúlku að nafni Gabrielle, fylgist með henni vaxa úr grasi og verða söngkona, sem síðan sveigir hjá vændi með því að verða hjákona. Hún virðir heiminn fyrir sér bakvið sígarettureyk og sér hann með miskunnarlausu raunsæi og þrjóskum metnaði. Hún ætlar sér ekki í upphafi að verða áhrifaríkasti tískuhönnuður 20. aldarinnar. Hún byrjar með því að hanna hatt, afla sér smá tekna og reyna að bæta sig. Hún sækist eftir peningum og sjálfstæði. Mann grunar að hún hefði verið álíka metnaðarfull hefði hún fundið upp á betri músargildru og stofnað heimilistækjastórveldi.

Náttúruisminn í kvikmynd Anne Fontaine ætti vel við í skáldsögum eftir Dreiser. Stjarna hennar, Audrey Tautou, sem gæti starfað við það eitt að vera elskuleg, forðast að gera Coco Chanel ljúfa, mjúka eða vekja með henni sérstaka samúð. Tískulínur hennar tóku kannski þátt í að frelsa konur undan óhófi 19. aldarinnar, en hún hannar þær ekki út frá hugsjónum, heldur vegna þess að þær endurspegla óbreytilegan persónuleika hennar. Hún setti konur ekki í sjóarablússur vegna sannfæringar. Henni fannst einfaldlega gott að vera í þeim.

Kannski vegna væmnilausrar nálgunar á lífi Chanel, finnst mér "Coco Before Chanel" vera minni ævisaga og meira drama. Hún er ekki um leið fátækrar manneskjur að ríkidæmi, heldur um að vera sá hæfasti til að komast af. Er hin unga og fátæka Coco, notuð af ríka glaumgosanum Etienne Balsan (Benoit Poelvoorde)? Kannski hélt hann það snemma í sambandi þeirra, en hún notar hann líka. Henni líkar við hann, en hún er með honum vegna peninga, stöðu og til að fá inngöngu, ekki bara kynlíf og rómantík. Hún lítur á þetta sem sanngjörn skipti. Hún er ekki ósvífið tálkvendi, heldur kapítalisti sem rukkar fyrir fjárfestingu sína.

Í gegnum Balsan kynnist hún hinni frökku leikkonu Emilienne (Emmanuelle Devos) og Boy Capel (Alessandro Nivola), Englendingi. Það er ljóst að fyrir Chanel þýðir ástarlot með manni eða konu nánast það sama, en Boy elskar hana í raun og eru, og það er sérstök lífsreynsla fyrir Coco. Hlutirnir hefðu líklega þróast á annan hátt en þeir gerðu í hennar lífi hefði samband þeirra lifað af. Baron Balsan, ekki blinduð af ást, sér Boy sem nákvæmlega það sem hann er -- nokkuð sem Coco, í þetta skiptið, tókst ekki að átta sig á. 

Tautou er ekki falleg á þennan hefðbundna hátt, heldur meira einstaklega aðlaðandi. Það er jafnt anda hana sem andliti að þakka, og hvernig hún lyftir efri vörinni frekar en útlínunum. Hún er umfram allt afar öguð; í lok myndarinnar lærum við að Chanel dó árið 1971 -- "á Sunnudegi," í vinnunni, rétt eins og hún vann hvern einasta dag ævi sinnar. Hún hafði frumlega sýn á tísku, já, en við fáum á tilfinninguna að hún þurfti ekki á henni að halda til að ná árangri. Hún vann sína vinnu, samdi við fólk á raunsæjan hátt, var hörð í samningagerð og sá tísku sem vinnu, ekki starfsframa eða köllun.

Með því að undirstrika það verður kvikmyndin áhugaverðari. Við höfum séð nógu margar kvikmyndir um kvenhetjur sem fljóta með í flóðbylgju blessaðra örlaga sinna. Þannig virkar þetta ekki. Sigurvegarinn fær verðlaunin. Jafnvel í lífinu byrjarðu langt frá endamarkinu. Í tilfelli Gabrielle litlu og systur hennar Adrienne (Marie Gillain), gaf munaðarleysingjahæliið þeim líklega betri möguleika í lífinu en foreldrarnir sem þær misstu. Þær fengu menntun, og það er mögulegt að tilfinning Chanel fyrir tísku hafi orðið fyrir áhrifum af hinum óskreyttu, hörðu línum svarthvítra nunnuklæða. Byrjaði hún að kenna einfaldan klæðaburð við konur með völd?

Ungu táningsstelpurnar brjótast inn í lægstu hringi tónlistarhalla, flytja lög í dúettum þar sem æskan er meira hrífandi en hæfileikar þeirra.Tónleikahallir laða að sér sykurpabba sem bæði meta aðstæðurnar og velja. Myndin missir eitthvað af því sem er heillandi við hana þegar Coco er skotið á framabrautina. En það er þegar sögunni líkur; myndin heitir ekki "Coco Before Chanel" að ástæðulausu.

Saga hennar heldur áfram í allt annarri mynd, "Coco Chanel & Igor Stravinsky," sem frumsýnd verður síðar á þessu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband