Inglourious Basterds (2009) ****


Eli Roth og Brad Pitt eru "Inglourious Basterds.
 
Inglourious Basterds” í leikstjórn Quentin Tarantino er stór, hugdjörf, óttalaus stríðsmynd sem mun fara í taugarnar á sumum, trufla aðra og sýna enn og aftur að hann er alvöru leikstjóri af rómantíska skólanum. Til að byrja með endar hann Seinni heimsstyrjöldina á nýjan hátt sem flesta hefur dreymt um. Loksins fá hrottarnir það sem þeir eiga skilið.
 
Frá titlinum sem stolið er úr B-mynd frá 1978, til vestratónlistar Ennio Morricone í upphafi myndarinnar, að lykilstaðsetningunni, kvikmyndahúsi, er kvikmyndin umvafin af ást Tarantino á kvikmyndum. Notkun 35 mm filmu með ríkum litum og dýpt gleður einnig augað. Persóna sem sést í upphafi og enda myndarinnar, en aldrei á milli, lokar myndinni í hring. "Hrottarnir" sjálfir, miskunnarlausir bardagamenn sem sendir eru inn fyrir víglínu nasista, eiga án nokkurs vafa fyrirmynd í "The Dirty Dozen".
 
Og það sem öllu máli skiptir, þrjár goðsagnakenndar aðalpersónur sem eru teiknaðar með breiðum pensli og ást: Hetjan, Nasistinn og Stúlkan. Þessar þrjár persónur, leiknar af Brad Pitt, ChristophWaltz og Melanie Laurent, gætu verið klisjukenndar, en Tarantino gerir þær allar að Persónum, nákvæmum, stærri en lífið sjálft, nálgast satíru í ákafa sínum en fer ekki - alveg- svo langt. Segjum að þær virki stærri en flest það fólk sem við hittum í bíó.
 
Sagan byrjar í herteknu Frakklandi, snemma í seinni heimstyrjöldinni, þegar grimmur, en svolítið furðulegur ofursti nasistaflokks Hans Landa (Waltz) kemur að afskekktu mjólkurbúi þar sem hann grunar bóndann (Denis Menochet) um að fela gyðinga. Hann hefur rétt fyrir sér, og ung kona að nafni Shosanna (Melanie Laurent) tekst að flýja út í skóg. Það er fyrir þetta atriði og fyrir leik hans í kvikmyndinni allri að Christoph Waltz á skilið tilnefningu til Óskarsverðlauna sem myndu fara vel með verðlaunum hans sem besti leikarinn á Cannes hátíðinni. Hann skapar persónu sem er ólík öllum öðrum nasistum - í raun, ólík nokkurri manneskju - sem ég hef séð í kvikmynd: hann er illur, kaldhæðinn, írónískur, kurteis, fáránlegur.
 
bilde?Site=EB&Date=20090819&Category=REVIEWS&ArtNo=908199995&Ref=V3&Profile=1001&MaxW=415&title=1
Christoph Waltz í "Inglourious Basterds."

Hetjan er Brad Pitt, sem Aldo Raine liðsforingi og leiðtogi "Hrottanna". Tarantino vill sjálfsagt að við tengjum nafnið við "Aldo Ray", stjörnu óteljandi stríðsmynda og B-mynda. Raine er leikinn af Pitt sem breið skopmynd af harðróma Suðurríkjadreng, sem vill að hver og einn manna sinna færi sér 100 höfuðleður af nasistum. Flokki hans tekst svo ólíklega til að lifa af stríðið í Frakklandi og slátra nasistum í nokkur ár. Hann lætur líka sjá sig í formlegum kvöldverðarklæðnaði með örstuttum fyrirvara. Útgáfa Pitt af ítölsku er í anda Marx bræðranna.

Stúlkan er Shosanna, leikin af Laurent sem vel löguð sírena með rauðan varalit og í lok myndarinnar, klædd heillandi rauðum kjól. Tarantino myndar hana með slíkum ákafa og lotningu, með nærmynd af skóm, vörum, andlitsblæju og smáatriðum í líkama og kjól, að þú getur ekki sagt mér annað en að hann hafi séð verk skoska listamannsins Jack Vettriano, og noir málverk af sígarettureykjandi konum í rauðu.
 

Eitt af noir verkum Jack Vettriano af konu í rauðu.
(Úr safni Roger og Chaz Ebert)

Shosanna daðrar á útreiknaðan hátt við Frederick Zoller (Daniel Bruhl), stríðshetju nasista og nú kvikmyndastjörnu; hann sannfærir Joseph Goebbels um að frumsýna nýju stríðsmyndina sína í kvikmyndahúsi hennar. Þetta setur upp sögufléttu sem gefur Tarantino tækifæri til að brjóta nokkrar reglur og búa til heimildarmynd um hversu eldfimar nítratfilmur eru. 

Tarantino kvikmyndir er erfitt að flokka. “Inglourious Basterds” er ekkert meira um stríð en “PulpFiction ” er um - um hvað í helvítinu var hún aftur? Auðvitað er ekkert í kvikmyndinni mögulegt, fyrir utan það hvað hún er ógeðslega skemmtileg. Leikarar hans smjatta ekki á hlutverkum sínum, þeir sleikja þau. Tarantino er meistari í að ná fram leik sem hneppir staðalmyndir í persónutöfra.

Eftir að ég sá “Inglourious Basterds” í Cannes, þrátt fyrir að hafa bloggað daglega, forðaðist ég að segja hvað mér fannst um hana. Ég vissi að Tarantino hafði gert merkilega mynd, en ég vildi fá að melta hana aðeins, og langaði að sjá hana aftur. Ég er ánægður með að hafa gert það. Eins og með margar alvöru kvikmyndir þá nýtirðu hennar betur í næsta skipti. Strax eftir að "Pulp Fiction" var sýnd í Cannes, spurði QT hvað mér fannst. "Þetta er annað hvort besta mynd ársins eða sú versta", sagði ég. Ég vissi varla hvað í helvítinu hafði komið fyrir mig. Svarið var: besta myndin. Tarantino myndir eiga það til að vaxa með þér. Það er ekki nóg að sjá þær einu sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband