Management (2009) ***


Jennifer Aniston og Steve Zahn í "Management."
 
Stundum snúast kvikmyndir fyrst og fremst um leikarana. Í fæstum tilfellum myndi kraftmikill sölustjóri samsteypu ekki hafa mikil afskipti af Mike, ósæla aumingjanum sem vinnur og býr á Arizona móteli þar sem hún ætlar að gista yfir nóttina. En þegar þú ræður Steve Zahn í hlutverk aumingjans, þá ertu kannski með eitthvað í höndunum.
 
Í "Management" er sölustjórinn Sue (Jennifer Aniston) á hraðri uppleið, hefur náð frábærum árangri, er vel klædd en neyðist til að eyða kvöldum á fjarlægum mótelum þar sem hún spilar tölvuleiki á fartölvu sína. Sue er allar þær konur sem Mike hefur aldrei fengið. Mike er góður náungi, oft svolítið dópaður, stjórnað með harðri hendi foreldra sinna sem eiga mótelið. Hann horfir á hana með lotningaraugum ástfangins hvolps.

Af hverju og hvernig þau enda inni í þvottaherbergi og gera það á þurrkara er nokkuð sem "Management" tekur sem sjálfsögðum hlut. Stundum, virðist vera, að öflugar Manhattankonur svífi inn í líf náunga sem líta út eins og þeir ættu frekar að dæla bensíni á bílinn hennar. Tækni hans er auðveld: Hann tékkar hana inn, ber töskurnar hennar, færir henni blóm, bankar aftur með "sérstaka" flösku af kampavíni í boði hússins, opnar hana, sækir tvö plastvafin glös úr baðherberginu og rembist við að segja nokkur skiljanleg orð í röð.

Við getum fljótt áttað okkur á hvert leiðin liggur. Mike er fiskur á þurru landi. Hann verður að ferðast til New York og gera sem mest úr hvað hann passar henni illa. Sue fer hinsvegar til Washington, þar sem hún hittir Jango (Woody Harrelson), en hann fyrrverandi pönkrokkari sem varð milljónamæringur með því að selja jógúrt (týpískt hlutverk fyrir Harrelson). Að sjálfsögðu verður Mike að elta hana.

Hann er ekki að ofsækja hana, þú skilur. Hann langar bara að sleikja hönd hennar, vefja sig um fætur hennar og fá kastað til sín bein öðru hverju fyrir að vera svona góður strákur. Hlutverk Aniston er að sannfæra okkur um að Sue gæti fallið fyrir þessu og vegna þess að henni tekst það, virkar "Management" sem hugljúf rómantísk gamanmynd sem hægt er að hlæja að.

Það er gaman að sjá Zahn leika náunga sem er ekki dimmasta peran í ljósakrónunni. Af einhverri ástæðu er hann oft ráðinn sem heimskur dópisti, kannski vegna þess að hann var svo góður í að leika slíkar persónur snemma á ferli sínum. Hér er hann klár, en hrikalega bældur. Horfðu á Aniston leika með honum af greind og slíkum stíl að hún gæti auðveldlega tortímt honum, en er snortin af varnarleysi hans.

Fred Ward hefur safaríkt hlutverk föður Mike, manns með fullkomnunaráráttu sem situr uppi með þá staðreynd að erfingi hans er letihaugur. Hann er þó ekki ósnertanlegur. Aðeins ein spurning situr eftir, sem handritshöfundur og leikstjóri sinnar fyrstu myndar, Stephen Belber, sleppir til allrar hamingju að skoða ekki í aukaþræði: Af hverju bókar ferðastjóri skrifstofunnar hana á þetta mótel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband