Roger Ebert (í þýðingu Hrannars Baldurssonar)
Velkomin á RogerEbert.blog.is
Roger Ebert hefur gefið Hrannari Baldurssyni leyfi til þýðingar og birtingar á öllum greinum hans. Roger hefur skrifað kvikmyndarýni fyrir Chicago Sun-Times frá 1967, tekið viðtöl við alla helstu leikstjóra og kvikmyndastjörnur samtímans og lætur ekkert framhjá sér fara sem er kvikmyndum mikilvægt.
Roger Ebert er þekktasti og mest lesni kvikmyndagagnrýnandi í heimi. Hann hefur horft á gífurlegt magn kvikmynda, fer á eins margar kvikmyndahátíðir og hann kemst yfir, og hefur kynngimagnaða þekkingu á öllu því sem kemur að kvikmyndum.
Roger Ebert hefur skrifað fjölmargar bækur um kvikmyndir og hafði umsjón með vinsælum kvikmyndagagnrýnþætti í sjónvarpi ásamt Gene Siskel í 23 ár, þar til hinn síðarnefndi féll frá.
Markmiðið með þessari síðu er að birta nýtt efni frá Roger Ebert ásamt eldra efni þegar það á við.
Góða skemmtun!
Hrannar Baldursson,
þýðandi og ritstjóri rogerebert.blog.is