The Informant! (2009) ****


Matt Damon leikur uppljóstrarann Mark Whitacre í hinni óvenjulegu gamanmynd "The Informant!"
 
Mark Whitacre var stöðuhæsti stjórnandi í sögu Bandaríkjanna til að koma upp um fyrirtækjasvindl í eigin fyrirtæki. Hann endaði í fangelsi með þrisvar sinnum lengri dóm en nokkur þeirra glæpastjórnanda sem hann kom upp um. Svo það sé á hreinu, þá er inn í dæminu 9 milljón dollara fjársvik sem hann reyndi að fremja upp á eigin spýtur. Það sem við lærum við lokin á "TheInformant! " getur hjálpað til við að útskýra þann þjófnað, þó að Whitacre virðist ekki hafa viljað nota þær upplýsingar sér til varnar.
 
Whitacre, leikinn afar sannfærandi af Matt Damon í þessari nýju spennumynd Steven Soderbergh, var æðsti aðstoðarforstjóri Archer Daniels Midland í Decatur, einu af 50 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Staðsett við jaðar smábæjar í miðju Illinois fylki, umkringdum af soyabaunaökrum. Ef þú kaupir þér japanskt tofu í heilsuverslun, hefur það örugglega farið í gegnum ADM á leiðinni til Japan. Fyrirtækið fæst einnig við fleiri uppskerutegundir, framleiðir sætuefni, selur áfengi.
 
Whitacre vissi að ADM og samkeppnisaðilar þess stunduðu alþjóðlegt verðsamráð sem kostuðu neytendur milljarða dollara. Summan hvarf til stjórnenda og verðbréfaeigenda, en skapaði samt furðulega lítið umtal í Illinois. Já, stjórnendurnir bjuggu í fallegum húsum (Soderbergh tók upp í stórhýsi Whitacre í Moweaqua, Illinois) en þeir létu ekki mikið á sér bera, í samanburði við stórfiskana á Manhattan, og þeir borðuðu á veitingastöðum bæjarins eins og venjulegt fólk.
 
Sagan fer af stað þegar þrýst er á Whitacre að finna uppsprettu af mengun, hugsanlega iðnaðarskemmdarverki, í einni af starfsemi ADM. Hann ræðir óformlega við lykil keppinauta handan hafsins og heldur að hann hafi fundið eitthvað. Þá króa hann af, tveir FBI fulltrúar frá Decatur, en þeir eru að rannsaka málið. Hann hreinsar sig, en þegar fulltrúarnir (Scott Bakula og Joel McHale) eru á útleið, kallar hann á eftir þeim.

Hann hefur eitthvað að segja. Hann fær óskipta athygli þeirra. Hann segir þeim að ADM hafi stundað verðsamráð í mörg ár, að hann hafi verið með í því, að hann hafi upplýsingarnar og vilji hreinsa samvisku sína. Eiginkona hans Ginger (Melanie Lynskey) hafi hjálpað honum að taka þá ákvörðun að gera hið rétta.

FBI ræður hann sem uppljóstrara, lætur hann hlera síma, kennir honum að fela á sér hljóðnema, og jafnvel taka verðsamráðsfundi upp á myndband, og byggja þannig þétt mál. Á endanum eru þrír stjórnarmenn, meðal þeirra varastjórnarformaðurinn Michael Andreas, sonur stofnanda fyrirtækisins, fundnir sekir; fyrirtækið sektað um 100 milljónir dollara og 400 til viðbótar vegna hópmálsóknar.

Ef þetta væri bara svona einfalt, þá hefði "The Informant!" getað verið fyrirtækjaspennumynd eins og "The Insider" (1999) í leikstjórn Michael Mann með Russell Crowe í hlutverki uppljóstrara í sígarettubransanum. Hverjum hefði dottið í hug að reyna fjársvik með fölsuðum ávísinum fyrir framan nefið á endurskoðendum FBI? Hver var sagan öll um iðnaðarnjósnirnar sem Whitaker stoppaði? Bjóst hann virkilega við að með því að uppljóstra um yfirmenn sína, myndi það opna honum ný tækifæri, einum af aðal verðsamráðsmönnunum, til að ná betri stöðu hjá fyrirtækinu?

Hvað flaug um huga Whitacre um nokkurn skapaðan hlut? Ekki einu sinni eiginkona hans var viss. Allt er útskýrt, eiginlega, í "The Informant!", og á meðan Soderbergh afhjúpa lag eftir lag af blekkingum, þróast myndin óvænt í mannlega gamanmynd. Ekki það að persónunum sé skemmt.

Það er heillandi hvernig “The Informant!” afhjúpar tvo samhliða atburði, sem ekki eru alltaf sýnilegir hvorum öðrum eða áhorfendum. Annað áhorf væri þess virði með þá vitneskju sem við höfum eftir fyrsta áhorf. Leikur Matt Damon er þægilegur á blekkjandi hátt. Whitacre kemur úr heimi bænda Suðurríkjanna, án tilgerðar, umkringdur einhverjum af ríkustu ökrum heimsins. Ákvörðun hans, að hlera samstarfsfélaga sína, leiðir til aðstæðna sem virðast óhjákvæmilegar, en hann virðist svo sakleysislegur að grunur fellur aldrei á hann. Það sem hann ætlar sér, er á ákveðinn hátt, svo ósköp einfalt. Jafnvel þó það fái FBI náungana til að lemja hausnum í vegg.

Mark Whitacre, sleppt stuttu eftir að FBI fulltrúarnir kölluðu hann "bandaríska hetju", stjórnar í dag hátækni sprotafyrirtæki í Kaliforníu og er enn í hjónabandi með Ginger. Nýlega sagði hann dagblaði í heimabæ sínum, Decatur Herald and Review, frá ævintýrum sínum, "Það var eins og ég væri tvær manneskjur. Ég geri ráð fyrir að það sé þess vegna sem þeir völdu Matt Damon í myndina, vegna þess að hann leikur þessi hlutverk sem hafa sálfræðilega spennu. Í 'Bourne' myndunum veit hann ekki einu sinni hver hann er." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband