The Informant! (2009) ****
2.11.2009 | 19:46
Matt Damon leikur uppljóstrarann Mark Whitacre í hinni óvenjulegu gamanmynd "The Informant!"
Hann hefur eitthvað að segja. Hann fær óskipta athygli þeirra. Hann segir þeim að ADM hafi stundað verðsamráð í mörg ár, að hann hafi verið með í því, að hann hafi upplýsingarnar og vilji hreinsa samvisku sína. Eiginkona hans Ginger (Melanie Lynskey) hafi hjálpað honum að taka þá ákvörðun að gera hið rétta.
FBI ræður hann sem uppljóstrara, lætur hann hlera síma, kennir honum að fela á sér hljóðnema, og jafnvel taka verðsamráðsfundi upp á myndband, og byggja þannig þétt mál. Á endanum eru þrír stjórnarmenn, meðal þeirra varastjórnarformaðurinn Michael Andreas, sonur stofnanda fyrirtækisins, fundnir sekir; fyrirtækið sektað um 100 milljónir dollara og 400 til viðbótar vegna hópmálsóknar.
Ef þetta væri bara svona einfalt, þá hefði "The Informant!" getað verið fyrirtækjaspennumynd eins og "The Insider" (1999) í leikstjórn Michael Mann með Russell Crowe í hlutverki uppljóstrara í sígarettubransanum. Hverjum hefði dottið í hug að reyna fjársvik með fölsuðum ávísinum fyrir framan nefið á endurskoðendum FBI? Hver var sagan öll um iðnaðarnjósnirnar sem Whitaker stoppaði? Bjóst hann virkilega við að með því að uppljóstra um yfirmenn sína, myndi það opna honum ný tækifæri, einum af aðal verðsamráðsmönnunum, til að ná betri stöðu hjá fyrirtækinu?
Hvað flaug um huga Whitacre um nokkurn skapaðan hlut? Ekki einu sinni eiginkona hans var viss. Allt er útskýrt, eiginlega, í "The Informant!", og á meðan Soderbergh afhjúpa lag eftir lag af blekkingum, þróast myndin óvænt í mannlega gamanmynd. Ekki það að persónunum sé skemmt.
Það er heillandi hvernig The Informant! afhjúpar tvo samhliða atburði, sem ekki eru alltaf sýnilegir hvorum öðrum eða áhorfendum. Annað áhorf væri þess virði með þá vitneskju sem við höfum eftir fyrsta áhorf. Leikur Matt Damon er þægilegur á blekkjandi hátt. Whitacre kemur úr heimi bænda Suðurríkjanna, án tilgerðar, umkringdur einhverjum af ríkustu ökrum heimsins. Ákvörðun hans, að hlera samstarfsfélaga sína, leiðir til aðstæðna sem virðast óhjákvæmilegar, en hann virðist svo sakleysislegur að grunur fellur aldrei á hann. Það sem hann ætlar sér, er á ákveðinn hátt, svo ósköp einfalt. Jafnvel þó það fái FBI náungana til að lemja hausnum í vegg.
Mark Whitacre, sleppt stuttu eftir að FBI fulltrúarnir kölluðu hann "bandaríska hetju", stjórnar í dag hátækni sprotafyrirtæki í Kaliforníu og er enn í hjónabandi með Ginger. Nýlega sagði hann dagblaði í heimabæ sínum, Decatur Herald and Review, frá ævintýrum sínum, "Það var eins og ég væri tvær manneskjur. Ég geri ráð fyrir að það sé þess vegna sem þeir völdu Matt Damon í myndina, vegna þess að hann leikur þessi hlutverk sem hafa sálfræðilega spennu. Í 'Bourne' myndunum veit hann ekki einu sinni hver hann er."
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.