My Life in Ruins (2009) *1/2
23.11.2009 | 18:12
Nia Vardalos og Alexis Georgoulis í "My Life in Ruins."
Þessar persónur eru jafn víðar og augljósar og skælbros, fyrir utan Richard Dreyfuss, sem gefur Irv líf, kannski of mikið líf, en hann segir slæma brandara jafnvel þó að hann sé orðinn nógu gamall til að hafa lært þá betri. Fyrir hann, mæli ég með hinu bráðskemmtilega vefsetri www.oldjewstellingjokes.com, þar sem allir gamlir Gyðingar eru fyndnari en hann. Auðvitað kemur síðar í ljós að Irv á sér viðkvæmari hliðar og gerir svolítið annað sem krafist er af Endurvinnsluhandbók Kvikmyndahandrita. (Hefurðu áhuga á að lesa hana? Sendu mér fimm dollara. Ég mun ekki senda þér hana, en takk fyrir peninginn. Trommuslátt, vinsamlegast.)
Aðal spurningin sem "My Life in Ruins" spyr er, hvað kom eiginlega fyrir Nia Vardalos sem skrifaði og lék aðalhlutverkið í "My Big Fat Greek Wedding"? Hún var svo indæl, jarðnesk, litrík, þybbnari, meira í rugli, og myndin halaði inn meira en 300 milljón dollurum. Hér er hún þynnri, ljóshærðri, betur klædd, lítur út fyrir að vera yngri og er meðvituð um það. Hún lítur út eins og sigurvegari förðunarkeppni í Hollywoodmyndvera. Hún hefur þetta snertu ekki farðann minn! útlit. Og ef einhver í Hollywood hefur hvítari, beinni, meira glansandi tennur, þá munum við aldrei vita af því, því að flest fólk heldur vörum sínum lokuðum.
Að giska á hug fólks er hættulegt og getur verið ósanngjarnt. Leyfðu mér að stinga vinsamlegast upp á því að þegar Nia Vardalos gerði "My Big Fat Greek Wedding," var hún ólíkleg, litrík kvikmyndastjarna sem tók sjálfa sig ekki of alvarlega. Hún var líka ósambærilega betri handritshöfundur en Mike Reiss, gamall gamanþáttahöfundur á sjálfsstýringu sem púslaði saman þessu slaka handriti.
Nú er hún rík, fræg og tekur sjálfa sig líklega alvarlega eftir að hafa birst á of mörgum forsíðum tímarita. Hún hefur líka gert þau mistök að koma sér í aðstæður sem eiga sér bara stað í ódýrum rómantískum skáldsögum. Rútustjórinn er drungalegur Grikki, Poupi (Alexis Georgoulis) með skegg sem virðist innblásið af Smith bræðrum. Eftir að hafa rakað það af, kemur í ljós ósennilega myndarlegur, síðhærður Adonis sem stundar að sofa hjá eldri konum ef hann telur þær vera ríkar. Þessi ástarsaga er skömmustuleg.
Í stuttu máli sagt er ekkert sem mér líkaði við "My Life in Ruins," fyrir utan nokkrar rústir. Ferðamennirnir fá jafnvel ráðgjöf frá Véfréttinni í Delfum. Það atriði minnti mig á þegar við Chaz heimsóttum fornt hof á Ise í Japan. Fyrir utan hliðin sátu munkar á pöllum og rituðu á uppvafin blöð. "Þú mátt spyrja þá um það sem þér sýnist," sagði fararstjórinn okkur. "Verður friður á okkur tímum?" spurði Chaz. Munkurinn gaf fararstjóranum okkar ákveðið augnaráð. Fararstjórinn okkar sagði, "Ó, ég held að betri spurning væri eitthvað í líkingu við, 'Hvað búa margir munkar í musterinu?"
Minnisatriði: "Poupi" er borið fram "púpí". Það hefði aldrei sloppið framhjá ritstjóra ástarsögu.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.