The Twilight Saga: New Moon (2009) *
8.12.2009 | 06:50
Robert Pattinson og Kristen Stewart: Hversu hvít húðin, hversu rauðar varirnar.
Það ætti að handtaka persónurnar í þessari mynd fyrir að hanga slórandi með gremjusvip. Aldrei hafa unglingar haft jafn mikla þörf fyrir rafstuði. Reyndar eru sumir þeirra meira en 100 ára gamlir, en samt: persónutöfrar þeirra eru í anda Madame Tussaud.
"The Twilight Saga: New Moon" tekur hinn daufa sigur "Twilight" (2008), rekur hana í gegn og skilur eftir sem uppvakning. Þú veist að þú ert í vanda með framhaldsmynd þegar gárungar mæla með að þú sjáir frekar fyrstu myndina tvisvar. Persónurnar hafa greinilega gert það. Löng opnunaratriði þessarar myndar eru algjörlega óskiljanleg nema þú hafir séð fyrstu myndina, lesið báðar fyrstu bækur Stephanie Meyer og kunnir þær utanað. Edward og Bella eyða drungalegum augnablikum saman þar sem þau horfa hugsandi hvort á annað. Sama sagan.
Bella (Kristen Stewart) býr ennþá heima hjá fráskildum föður sínum (Billy Burke), löggu sem agar dóttur sína með því að lýsa yfir að hún fái aldrei aftur að fara út úr húsi, hann hverfur síðan svo að hún geti stokkið fram af hömrum, gengið um ógnandi skóg, og flogið til Ítalíu svo að myndin geti minnt þig á hið sorglega lokaatriðið úr, bíddu, Rómeó og Júlía! Sama leikriti og Edward las upp úr í sjálfhverfri og hégómalegri baráttu upphafsatriðsins.
Já, Edward (Robert Pattinson) er kominn aftur í skólann þar sem hann endurtekur gaggó í 84. sinn. Bella sér hann á bílastæði skólans þar sem hann gengur til hennar í hægmynd, klæddur einum af þessum Edwörsku Bítlajökkum með fjólubláum kraga, þrunginn af fegurð. Hversu hvít húð hans, hversu rauðar varirnar. Miðaldra hrörnun gæti breytt honum í Jókerinn.
Edward og hinir meðlimir Cullen vampíruhópsins standa mikið á sama stað með fýlusvip. Langar pásur trufla lengri pásur. Hlustið krakkar! Þið eruð kannski ódauðleg, en við erum að missa af strætó!
Edward fer burt vegna þess að Bellu var ekki ætlað að vera með honum. Þrátt fyrir að hann og félagar hans séu yfirlýstar grænmetisætur og vampírur, þegar hún sker sig í afmælisveislu sinni á pappír stekkur einn úr hópnum á hana eins og hákarl á túnfisk.
Í fjarveru hans kynnist hún Jake (Taylor Lautner), indælum Indíánastrák. "Þú ert kominn í gott form!" segir hún. Já, virkilegt form, og fljótlega hættir hann að nota skyrtu og stendur úti í vetrarrigningunni eins og ef hann væri--hvað, ekkert annað en villt skepna. Þau þurfa ekki yfirhafnir eins og okkar, manstu, af því að Guð gaf þeim þeirra.
Þeir sem eru ekki á meðal þeirra fimm prósent áhorfenda sem vita það þegar (bannað að segja) verða hissa á því að Jake er varúlfur.
Bella: Svo
þú ert varúlfur?
Jake: Síðast þegar ég gáði.
Bella: Geturðu ekki fundið leið til að... bara hætta því?
Jake (þolinmóður): Þetta er ekki val um lífstíl, Bella.
Jake er undir áhrifum, eða stjórnað, eða eitthvað, af Sam, öðrum meðlimi fjölskyldunnar. Hann er einhvers konar aðal úlfur. Sam og vinir hans þrír birtast yfirleitt í löngum skotum, skyrtulausir í rigningunni, hangandi við jaðar rjóðursins eins og þeir vonist til að hlaupa af stað og sökkva tönnunum í ferskt kjöt.
Bella skrifar löng bréf til fjarverandi vampíruvinkonu sinnar Alice (Ashley Greene), þar sem hún gerir ekkert annað en að útskýra af hverju hún getur ekkert að því gert hvernig hún laðast að þessum grimmu, húmorslausu og hégómalegu mönnum. Það getur ekki verið kynlífið. Eins og ég útskýrði þegar í rýni minni á fyrstu myndinni, þá er "The Twilight Saga" uppblásin myndhverfing af skírlífi unglinga, þar sem refsingin fyrir að missa meydóminn verður næsta verkefni fyrir ímyndunarafl þitt.
Í myndinni eru falleg tún full af pottablómum sem virðast hafa verið gróðursett fyrir einhverjum klukkustundum af starfsfólki myndarinnar, og engum sem þekkir ekki til söguþráðarins. Þar sem þau vita þetta allt og við vitum allt, er reynslan af myndinni eins og að keyra á traktor í lægsta gír gegnum þungbúið haf brilljantíns.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Must see sem sagt ;)
Stefán Sv (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:15
þessi mynd er miklu betri en fyrsta og bókin það er hægt að lesa hana aftur og aftur en mér fynst endirinn ekki góður það er skilið mann eftir í lausu lofti en annars er hún MUST SEE hlakkar til þegar eclipse kemur út eða þriðja myndin í þessari seríu en hún kemur í bíó 30 júní og æeg hvet alla til að fara á hana
daga (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.