Orphan (2009) ***1/2



Isabelle Fuhrman sem litli munaðarleysinginn Esther.
 
Munaðarleysinginn

Eftir að hafa séð "Orphan" geri ég mér nú grein fyrir að Damien í "The Omen" var fyrirmyndarbarn. Djöflasæðið var fyrirtaks uppspretta. Rosemary hefði verið ánægð með barnið sitt. Hér er óskammfeilin og áhrifarík hrollvekja sem byggir á djöfullegustu illmennum kvikmyndanna, barni.

Því er verr og miður. Esther er svo leiftrandi snjallt barn. Hagar sér svo vel. Málverkin hennar eru meistaraverk. Hún fær sér sæti við píanó og spilar smá Tchaikovsky. Af hverju sýnir móðirin sem ættleiddi hana slíkan ótta gagnvart henni? Gæti það verið vegna þess að eftir komu hennar hafi Kate, nýja móðir hennar, drukkið sig fulla og næstum látið son sinn Daniel drukkna? Átt Max, ástkæra dóttur, en síðan misst fóstrið að þriðja barninu? Er hún alkahólisti sem reynir að halda sér þurri? Líkar henni kannski ekki hvernig munaðarleysingjastúlkan lítur út?

Það er eitthvað svo skrítið við hana. Eitthvað of viturt, of fullt þekkingar, of beinskeytt. Og af hverju vill hún ekki fjarlægja þessa borða sem hún er alltaf með í hárinu? Og af hverju klæðir hún sig eins og Little Bo-Peep þegar hún fer í skólann? Daniel er svalur gagnvart henni. Max er of ung til að vera viss. Aðeins John, faðirinn, er sannfærður um að hún sé snjallt barn og saklaus í óheppilegri atburðarrás.

Vera Farmiga er hjarta myndarinnar sem Kate, fyrrum tónlistarkennari við Yale sem finnst hún á ósanngjarnan hátt vera gerð að skotmarki af sálfræðingi sínum, eiginmanni sínum og loks yfirvöldum. Peter Sarsgaard leikur John, hinn skilningsríka eiginmann sem skilur ekki neitt nema það eitt að hann er skilningsríkur. Og Esther, munaðarleysinginn, er leikin af Isabelle Fuhrman sem mun ekki verða sannfærandi sem gott barn í langan, langan tíma.

"Orphan" byggir á klassísku spennuplotti: kvenhetjunni sem veit sannleikann og stendur við hann, jafnvel þó að allir séu sannfærðir um að hún sé biluð og vilja senda hana í endurhæfingu eða jafnvel á geðsjúkrahús. Það er pirrandi þegar þú veist að þú hefur rétt fyrir þér þegar enginn annar getur séð sannleikann sem þér finnst svo augljós.

Ýmislegt gerist í kringum Esther. Barn dettur úr rennibraut á leikvelli. Bíll rennur niður hæð. Nunna lendir í lífshættu. Esther dreifir ósannindum. Hún leynir einhverju. Og stundum er hún svo fullkomin að þú vilt helst snúa henni úr hálsliðnum. Þegar í ljós kemur að munaðarleysingjahælið hefur ónákvæmar upplýsingar um rússneskan uppruna Esther, byrjar Kate að rekja slóð en eiginmaður hennar hafnar þessu sem ofsóknarbrjálæði.

"Orphan"byrjar eins og venjuleg spennumynd með hræðslusenum og fölskum viðvörunarbjöllum. Þú veist, eins og falleg og róleg taka þar til hljóðið allt í einu magnast upp og eitthvað þýtur framhjá myndavélinni og - hey, það eru bara börn. Við fáum jafnvel gömlu klisjuna þar sem Kate horfir í lyfjaskápinn og lokar honum og guðminngóður! - það er annað andlit í speglinum! En hey, það er bara brosandi eiginmaður hennar.
 
Sarsgaard passar vel í hlutverkið. Hann lítur eðlilega út, hljómar þægilega en samt getur hann gefið í skyn að það sé eitthvað við hann. Ekki það að hann sé illur. Einfaldlega að hann ætti í raun að treysta eiginkonu sinni betur. Í alvöru.
 
Hvernig kvikmyndin tekur á hinum börnunum, Daniel og Max, hefði líklega ofboðið Gene Siskel, en það fór í taugarnar á honum þegar kvikmyndir setja börn í hættu. Þessi gerir það vissulega. Með trjákofa og tjörn og stjórnlausan fjölskyldubíl, er undursamlegt að þessi börn séu enn á lífi.
 
Hámarkið er frekar óvænt, og tengir saman rök aðstæðna á djarfan hátt til að gera sem mest úr hryllingnum.  Samt má "Orphan" eiga það. Ef þú vilt góða hrollvekju um barn frá helvíti, þá færðu slíka. Undir engum kringumstæðum skaltu nokkurn tíma fara með barn á þessa mynd. Treystu mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband