Orphan (2009) ***1/2
14.10.2009 | 09:02
Isabelle Fuhrman sem litli munaðarleysinginn Esther.
Eftir að hafa séð "Orphan" geri ég mér nú grein fyrir að Damien í "The Omen" var fyrirmyndarbarn. Djöflasæðið var fyrirtaks uppspretta. Rosemary hefði verið ánægð með barnið sitt. Hér er óskammfeilin og áhrifarík hrollvekja sem byggir á djöfullegustu illmennum kvikmyndanna, barni.
Því er verr og miður. Esther er svo leiftrandi snjallt barn. Hagar sér svo vel. Málverkin hennar eru meistaraverk. Hún fær sér sæti við píanó og spilar smá Tchaikovsky. Af hverju sýnir móðirin sem ættleiddi hana slíkan ótta gagnvart henni? Gæti það verið vegna þess að eftir komu hennar hafi Kate, nýja móðir hennar, drukkið sig fulla og næstum látið son sinn Daniel drukkna? Átt Max, ástkæra dóttur, en síðan misst fóstrið að þriðja barninu? Er hún alkahólisti sem reynir að halda sér þurri? Líkar henni kannski ekki hvernig munaðarleysingjastúlkan lítur út?
Það er eitthvað svo skrítið við hana. Eitthvað of viturt, of fullt þekkingar, of beinskeytt. Og af hverju vill hún ekki fjarlægja þessa borða sem hún er alltaf með í hárinu? Og af hverju klæðir hún sig eins og Little Bo-Peep þegar hún fer í skólann? Daniel er svalur gagnvart henni. Max er of ung til að vera viss. Aðeins John, faðirinn, er sannfærður um að hún sé snjallt barn og saklaus í óheppilegri atburðarrás.
Vera Farmiga er hjarta myndarinnar sem Kate, fyrrum tónlistarkennari við Yale sem finnst hún á ósanngjarnan hátt vera gerð að skotmarki af sálfræðingi sínum, eiginmanni sínum og loks yfirvöldum. Peter Sarsgaard leikur John, hinn skilningsríka eiginmann sem skilur ekki neitt nema það eitt að hann er skilningsríkur. Og Esther, munaðarleysinginn, er leikin af Isabelle Fuhrman sem mun ekki verða sannfærandi sem gott barn í langan, langan tíma.
"Orphan" byggir á klassísku spennuplotti: kvenhetjunni sem veit sannleikann og stendur við hann, jafnvel þó að allir séu sannfærðir um að hún sé biluð og vilja senda hana í endurhæfingu eða jafnvel á geðsjúkrahús. Það er pirrandi þegar þú veist að þú hefur rétt fyrir þér þegar enginn annar getur séð sannleikann sem þér finnst svo augljós.
Ýmislegt gerist í kringum Esther. Barn dettur úr rennibraut á leikvelli. Bíll rennur niður hæð. Nunna lendir í lífshættu. Esther dreifir ósannindum. Hún leynir einhverju. Og stundum er hún svo fullkomin að þú vilt helst snúa henni úr hálsliðnum. Þegar í ljós kemur að munaðarleysingjahælið hefur ónákvæmar upplýsingar um rússneskan uppruna Esther, byrjar Kate að rekja slóð en eiginmaður hennar hafnar þessu sem ofsóknarbrjálæði.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.