The Ugly Truth (2009) **


Katherine Heigl og Gerard Butler í "The Ugly Truth."
 
 Hinn ljóti sannleikur

Katherine Heigl og Gerard Butler eru svo þægileg í "The Ugly Truth" að það er synd að spilla veislunni. En sama hvað þau rembast og reyna sitt besta, sekkur gamanleikurinn niður í kviksyndi fyrirsjáanleikans og undarlega ofnotkun dónalegra orða.

Einu sinni var bannað að nota f-orðið í kvikmyndum, en í þessari er það ekkert annað en opnunaratriði fyrir stöðugar sprengiárásir með salernisorðalagi. Heigl leikur Abby, framleiðanda morgunfrétta á Sacramento sjónvarpsstöð sem líkist engri annarri stöð í sögu sjónvarpsins. Fréttamennirnir eru síþrætandi hjón og fréttirnar fá það lélegt áhorf, að yfirmaður Abby neyðir hana til að ráða Mike Chadway (Gerald Butler), karlrembusvín og stjörnu úr kapalsjónvarpi á stöðina, en hugmyndir hans um kynjastríðið ná aftur til Alley Oop.

Í fyrsta skiptið sem hann birtist fylgir hann ekki handritinu, greinir fréttamanninn sem fórnarlamb eiginkonu með ofstjórnunáráttu og minnist á að þau hafi líklega hætt að sofa saman. "Þetta er frábært!" hrópar stjórnandi sjónvarpsstöðvarinnar í fögnuði, þrátt fyrir að atriðið taki svo langan tíma að það nær yfir fyrstu fimm mínútur morgunstundar sjónvarpskeðjunnar.

Abby er ómótstæðilega fögur og getur að sjálfsögðu ekki fundið sér karlmann, hugsanlega vegna þess að staðlar hennar miða við fullkomnun. Myndarlegur ungur skurðlæknir (Eric Winter) verður á vegi hennar eftir að hún snýr ökkla þegar hún dettur úr tré fyrir utan svefnherbergisglugga hans þar sem hún hefur verið að fylgjast með honum þurrka sér eftir sturtu á meðan hún reyndi að bjarga kettinum sínum. Þetta er einn af þessum hlutum, ertu ekki sammála, sem gerast alltof sjaldan í lífinu?

Mike, þessi töff kynlífsmalandi predikari, segir henni að hún sé að gera allt rangt ef hún ætlar sér nokkurn tíma að ná þessum gaur og byrjar að þjálfa hana. Með hvorum gæjanum ætli hún endi? Giskaðu. Kvikmyndin skoðar allar hliðar málsins, þar með talið hið nánast nauðsynlega atriði um fegrun, þar sem Mike ráðleggur henni að nota þröngan brjóstarhaldara og segir henni að safna meira hári. A-ha. Og þegar læknirinn fer með henni á knattleik, hefur Mike samskipti við hana gegnum heyrnartæki, rétt eins og framleiðendur á sjónvarpsstöð nota til að hafa samskipti við fréttamenn.

Það er eitt atriði með virkilega fyndnum möguleikum, en það virkar ekki. Mike lætur hana fá rafhlöðufylltar, fjarstýrðar nærbuxur sem titra. (Já, þessi vara er framleidd í veruleikanum. Er ekki vefurinn gagnleg auðlind?) Abby, kjánalega stúlkan, ákveður að fara í þessum nærjum í viðskiptakvöldverð og tekur með sér fjarstýringuna, ástæðurnar er erfitt að útskýra. Strákur á næsta borði grípur fjarstýringuna. Við vitum öll hvað er í nánd, og Heigl gerir sitt allra besta, en ég er hræddur um að veitingahúsfullnæging Meg Ryan í "When Harry Met Sally" sé ennþá best þessara sjaldgæfu en aldrei leiðinlegu tegundar atriða.

Sjónvarpsfréttirnar eins og þær birtast okkur í kvikmyndinni lætur "Anchorman -- The Legend of Ron Burgundy" líta út eins og heimildarmynd. Hvert einasta fréttabrot má keyra eins lengi og nauðsynlegt er. Karlrembusvínið Mike döbbar allt. Já, hann hefur góð áhrif á áhorfið, en eftir nokkra daga mætir hann í vinnuna um kl. 12 þegar hann ætti að vera mættur klukkan fimm að morgni. Ef hann væri á besta tíma myndi hann fá betra áhorf en Óskarinn. Og myndavélar fylgja yfirleitt ekki fréttamönnum út úr myndverinu og út á götur og fylgjast með öllu sem þeir gera - sem væri okkur kannski ekkert á móti skapi ef það væri fyndnara en myndin er.

Aftur, Katherine Heigl og Gerald Butler eru virkilega þægileg hérna en kvikmyndin kæfir þau. Merkilegt að þetta grófa handrit skuli hafa verið skrifað af þremur konum. Að lokum neyðist ég til að tilkynna að myndin er sönnunargagn sem styður þá trú mína að góð kvikmynd hafi sjaldan haft loftbelg með heitu lofti í aðalhlutverki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband