Funny People (2009) ***1/2
16.10.2009 | 11:57
Adam Sandler og Seth Rogen. Já, Seth Rogen.
Það var einu sinni stúlka í fortíð George sem hét Laura (Leslie Mann). Hún var sú sem slapp. Hann hittir hana aftur, en hún er nú gift óþolandi áströlsku karlrembusvíni að nafni Clarke (Eric Bana), sem virðist sífellt vera að velta fyrir sér möguleikanum hvort hann eigi að kýla alla sem hann hittir. George gat einu sinni næstum trúað Laura fyrir hlutum, þar til framinn slökkti á honum og nú uppgötvar hann að það er kannski ennþá hægt.
"Funny People" er alvöru kvikmynd. Það þýðir vandlega skrifuð samtöl og vandlega staðsettar aukapersónur -- og hún er um eitthvað. Hún hefði auðveldlega getað verið formúlumynd, og sýnishornin reyna skammlaust að mistúlka hana sem slíka, en George Simmons lærir og breytist í þjáningu sinni, og við höfum samúð með honum.
Myndin kynnir til sögunnar nýjan Seth Rogen, miklu grennri, rólegri, og með fleiri víddir. Rogen var farinn að sýna merki um að leika að eilífu sömu týpuna sem vina-mynda auka-stjarna, en hér uppgötvum við að hann líka hefur annan leikara innan í sér. Það sama á við um Jason Schwartzman sem leikur oft viðkvæma einstaklinga en býr hér til hæfileikaríkan andstæðing sem þú elskar að hata.
Rogen og Leslie Mann slá á allar réttu nóturnar sem hinn óvenjulegi stuðningshópur George. Sögufléttan krefst þess ekki í blindni að George og Laura finni ástina; heldur gefur einfaldlega í skyn að þau geti gert betur í lífinu. Eric Bana býr til fullnægjandi illmenni, það er rúllandi-á-lóðinni slagsmálaatriði sem á sannfærandi hátt er afar klaufalegt, og Mann gerir grín að honum með hárnákvæmum áströlskum framburði (ekki þessum staðlaða og þægilega, heldur grófari).
Apatow skilur að sérhver aukaleikari þarf að leggja sitt af mörkum. Sá sem réð Torsten Voges til að leika lækni George vann sannarlega inn fyrir launum sínum. Voges er sannfærandi á skrítinn og furðulegan hátt sem bjartsýnn raunsæismaður með hræðilegar fréttir: margfalt betri en staðalmyndin af hinum alvarlega kvikmyndalækni.
Eftir gífurlega árangursríkan feril sem framleiðandi er þetta þriðja mynd Apatow sem leikstjóri, en hann hefur einnig leikstýrt "The 40-Year-Old Virgin" og "Knocked Up". Um hann er hægt að segja: Hann er alvöru leikstjóri. Hann er ekki nema 41. Þá höfum við það.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.