Up (2009) ****


Blöðrur, hús, hundur, strákur, karl: "Up."
 
"Up" er dásamleg kvikmynd, með persónum sem eru jafn trúverðugar og hverjar þær persónur sem eyða mestum tíma sínum fljótandi yfir regnskóga Venesúela geta verið. Þær hafa skap, vandamál og þráhyggju. Þær eru ljúfar og klaufalegar, en ekki ljúfar á þurran hátt eins og lítil teiknimyndadýr. Þær eru ljúfar á mannlegan hátt í anda teiknimyndameistarans Hayao Miyazaki. Tvær af þremur aðalpersónum myndarinnar eru skapstyggir gamlir karlar, sem er nokkuð til að furða sig á þegar samtíminn virðist hrjáður af þráhyggju um allt sem er ungt. "Up" telur ekki að allar hetjur þurfi að vera ungar og ljúfar, þó að þriðja mikilvægasta persónan sé hugdjarfur drengur.
 
1_up_m-thumb-300x174-6996Þetta er enn eitt meistarastykkið frá Pixar sem er leiðandi afl í nútíma teiknimyndagerð. Kvikmyndin var leikstýrð af Pete Docter, en hann leikstýrði einnig "Monsters, Inc.," skrifaði "Toy Story" og var einn af handritshöfundum "WALL-E" áður en hann gaf sig allan í þetta verkefni. Þannig að Docter er einn af mikilvægustu listamönnum þessarar síðustu endurreisnar teiknimyndarinnar.
 
Myndin er í sumum kvikmyndahúsum sýnd í þrívídd, nokkuð sem ég ætla ekki að tjá mig um hér, fyrir utan að mæla með að þú sparir þér smá aukapening og sjáir hana í tvívídd. Einn af bestu eiginleikum myndarinnar er líklegur til að tapa áhrifum sínum þrívídd, en það er hin fína og fagra litanotkun. "Up," eins og "Finding Nemo", "Toy Story", "Shrek" og "The Lion King" notar liti á hátt sem hentar innihaldinu sérstaklega vel.

2_pixar-up-frame1-thumb-300x306-6999 "Up" segir sögu sem kitlar ímyndunaraflið á sama hátt og hinar töfrandi teiknimyndir sem ég man eftir úr barnæsku minni, þegar ég hélt í minni einfeldni að það væri vegna þess að litirnir væru bjartari, útlínur persóna betur skilgreindar og söguþráðurinn einfaldari, en sannleikurinn er sá að þær voru meira sannfærandi en venjulegar kvikmyndir.

Hún hefst með ástarsögu sem er jafn hugljúf og yndisleg og nokkuð sem ég man eftir úr teiknimyndum. Tvö börn að nafni Carl og Ellie hittast og uppgötva að þau eiga sér þann sameiginlega draum að einhvern daginn vilja þau kanna heiminn. Í fréttaskotum sjá þau sagt frá ævintýrum Charles Muntz (Christopher Plummer), sem notar gríðarstórt loftskip sitt til að kanna týndan heim á landsvæði í Venezuela og kemur til baka með bein úr furðudýrum sem hafa ekki áður fundist. Þegar hann er sakaður um að falsa uppgötvanir sínar, flýgur hann í fússi aftur til Suður Ameríku og sver að hann muni snúa aftur með lifandi dýr til að sanna mál sitt.

Ekkert spyrst til hans í fjölmörg ár. Ellie og Carl (Edward Asner) vaxa úr grasi, verða ástfangin, giftast, kaupa sér töturlegt hús og breyta því í draumaheimili sitt, eru hamingjusöm saman og verða gömul. Þetta ferli er hljóðlátt, fyrir utan tónlistina (hin eldri Ellie hefur ekki einu sinni rödd). Docter sýnir á fagran hátt, án samtala, atriði sem sýnir lífsreynslu á máta sem aldrei hefur verið gert í fjölskylduteiknimynd. Turtuldúfurnar spara smámynt í krukku til að eiga á endanum fyrir ferðalaginu til hinna goðsagnarkenndu Paradísarfossa, en veruleiki lífsins hindrar þau: sprungin dekk, lagfæringar á heimilinu, lækniskostnaður. Síðan uppgötva þau sorglega staðreynd. Þessi inngangur er ljóðrænn og áhrifamikill.

upewphoto%5B1%5D-thumb-300x225-7008 Kvikmyndin fjallar um líf Carls eftir að Ellie hefur fallið frá. Hann verður einangraður, ver sig gegn heiminum, heldur heimili sínu til minningar, talar við hina fjarlægu Ellie. Dag einn ákveður hann að pakka saman og fljúga í burt -- bókstaflega. Þar sem hann hefur starfað alla sína ævi sem blöðrumaður, hefur hann búnað til staðar sem dugar til að lyfta húsinu með óteljandi helíumfylltum blöðrum og uppfylla draum þeirra um að leita Paradísarfossa. Hann reiknaði hins vegar ekki með ómeðvituðum laumufarþega, Russell (Jordan Nagai), skylduræknum skáta, sem lítur út fyrir að vera af austrænum uppruna.

Ég mun ekki tala um það sem þeir finna við Paradísarfossa eða það sem gerist þar. En ég vil lýsa gríðarstóru loftskipi Charles Muntz sem sveimar þar. Það er stóráfangi í hönnun og er hugsanlega innblásin, þó ekki í útliti, af "Castle in the Sky" eftir Miyazaki. Utanfrá séð er það ekkert sérstakt: bara virkilega stórt loftskip. En innviðir skipsins er eitt af þessum kvikmyndasvæðum sem þér finnst að þú munir aldrei gleyma.

4_up-pixar-render-thumb-300x287-7005 Að innan er loftskipið útbúið eins og skemmtiferðarskip frá gullna tímanum, með formlegt kvöldverðarherbergi, langa ganga, sýningarrými sem jafnast á við Náttúrusögusafnið í New York, og loft sem er nógu rúmgott til að geyma orustuflugvélar. Muntz, sem hlýtur að vera orðinn aldargamall þegar hér kemur við sögu, er drífandi, ástríðufullur og illskeyttur, en einangruðu lífi sínu hefur hann deilt með hundum sem líkjast helst vélmennum.

Ævintýrin í frumskóginum eru jafn skemmtileg og í myndum eins og Mummy/Tomb Raider/Indiana Jones. En þau eru ekki uppistaðan í kvikmyndinni. Þetta er ekki mynd eins og "Monsters vs Aliens", sem býður að mestu upp á stanslausan hasar. Hér eru mikilvæg mál í húfi, persónuleikar sem slysast inn í atburðarrásina, og tveir gamlir karlar sem berjast um tilgangs lífs þeirra. Og strákur sem til tilbreytingar, er ekki klárari en allir hinir fullorðnu. Og tryggur hundur. Og dýr sem slæst með í förina. Og alltaf þetta hús og þessar blöðrur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband