Ice Age: Dawn of the Dinosaurs (2009) ***1/2
17.10.2009 | 07:11
Scrat frá sjónarhorni hálskirtla í risaeðlu.
Allir vinir okkar eru komnir til baka, ásamt nýjum, meðal þeirra hinn ógurlegi T-Rex og skvísa fyrir íkornann Scrat, sem kallast Scrattè, með áberandi frönskum framburði yfir è-inu. Eins og er við hæfi fyrir þetta land fyrir tímatal, þá eru Scrat og Scrattè sverðtenntir íkornar. Engin furða að stóru tennurnar dóu út. Þær eru gagnlegri fyrir kjötætur en grænmetisætur. En rökfræði eins og þessi gerir ekkert gagn í kvikmynd þar sem letidýrið Sid (með rödd John Leguizamo) fóstrar þrjú risaeðluegg og ætlar að ala afkvæmin upp sjálfur.
Þannig enda þau öll undir yfirborði hinnar Holu Jarðar, landinu sem Edgar Rice Burroughs kallaði Pellucidar, og ég reikna með að slíkum stað megi gefa hvaða því nafni sem þér dettur í hug. Risaeðlumóðirin leitar að erfingjum sínum, grípur þá og Sid, og hverfur svo undir yfirborðið. Allir-fyrir-einn, einn-fyrir-alla er mottóið sem gildir meðal vina okkar, sem veita eftirför: Loðfílarnir Manny og Ellie (Ray Romano og Queen Latifah), sverðtennta tígrisdýrið Diego (Denis Leary), og sófadýrin Eddie og Crash (Josh Peck og Seann William Scott). Þau hitta hreysiköttinn Buck (Simon Pegg) sem er með lepp fyrir auga í staðinn fyrir staurfót, en hann hefur sterka þráhyggju um að finna hina stórfenglegu hvítu risaeðlu, sem því miður heitir ekki Moby Dino.
Ný-útunguð móðurlaus börn í "Ice Age: Dawn of the Dinosaurs."
Í Ice Age myndunum lærir tígrisdýrið að lifa í sátt og samlyndi með jafn ætilegum tegundum og letidýrum og gasellum, en risaeðlur hafa ekki verið skráðar í sáttmálann, og þessi er svo stór að hún gæti jafnvel étið heilan loðfíl í einum bita. Það er sviðsetning fyrir það sem myndaröðin er þekkt fyrir -- eltingarleiki sem innihalda svimandi hröp, slöngvun til himna og bjarganir á síðustu stundu frá ókunnugum meltingarvegi. Þetta er hrein sköpun. Ólíkt samdauna eltingarleikjum í sumum fjölskylduteiknimyndum þá er "Ice Age: Dawn of the Dinosaurs" stöðugt uppfinningasöm á myndrænan hátt.
Carlos Saldanha, handritshöfundur myndarinnar frá 2002 og aðstoðarleikstjóri (vonbrigði) "Ice Age: The Meltdown" (2006) leikstýrir í þetta skiptið, og mörg af atriðunum hans eru í anda snilldaratriðsins þar sem Scrat eltist við akarnið í opnunaratriði fyrstu "Ice Age" myndarinnar. Meðal þeirra er atriði þar sem Scrat, Scrattè og akarnið eru föst innan í fljótandi kúlum, sem er ekkert mál fyrir akarnið. Þetta akarn er afar hæfileikaríkt og minnir á Gilbert O'Sullvian söngbókina sem tjáir hversu einmana akarn hlýtur stundum að vera. Þú vilt ekki borða of hratt svona gáfað akarn.
Mér fannst þrívíddin vel gerð. Samt er ég ósannfærður um ferlið. Þú þarft að fikta í gleraugunum, birtan er minni en á venjulegri sýningu, og svo framvegis. En ég var hissa á hversu vel "Dawn of the Dinosaurs" notfærir sér þrívíddina. Hún skapar miklu minna af truflandi fljúgandi víddir, og tekst með mikilli færni að láta alla myndina virðast heilsteypta. Myndin er einnig víða sýnd í tvívídd ef þú vilt spara þér nokkrar krónur. Ég mæli með þeirri leið.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.