The Haunting in Connecticut (2009) **


Virginia Madsen í "The Haunting in Connecticut": Hvaða hljóð var þetta þarna uppi?
 
"The Haunting in Connecticut" er ekki byggð á hvaða gömlu sönnu sögu sem er. Nei, hún er byggð á "sönnu sögunni". Það er sagan um Snedeker fjölskylduna sem flutti inn í draugahús um 1970 í Southington, Connecticut, og þurfti að þola endalaust álag. Við vitum að saga þeirra er sönn af því að hún er vottuð af Ed og Lorraine Warren, yfirnáttúrulegum rannsóknarmönnum sem einnig vottuðu söguna um Bill Ramsey, djöfullegan varúlf sem beit fólk; "The Amityville Horror" og sagan um Jack og Janet Smurl, sem blés lífi í "The Haunting".
 
Þrátt fyrir það, efast ég um að hún sé "byggð á". Líklegra að hún hafi verið "lauslega innblásin af". Ég trúi ekki að einn einasti þráður í þessari kvikmynd sé sannur. Ray Garton, höfundur A Dark Place, bókar sem fjallar um málið, tók eftir að Snedeker fjölskyldan var ekki samróma um það sem hafði gerst. Þegar hann lét rannsóknarmenn vita, segir Wikipedia, var honum sagt að "búa eitthvað til og gera það hræðilegt".

En hvaða máli skiptir það ef þú ert bara að leita eftir draugasögu? "The Haunting in Connecticut" er tæknilega vel gerð hrollvekja og vel leikin. Við höfum ekki staðlaðar persónur, heldur Virginia Madsen og Martin Donovan í hjónabandi með erfiðleika, Kyle Gallner sem dauðvona son þeirra og Elias Koteas sem grimman prest. Þau gera fjölskylduna, nú undir nafninu Campbells, álíka raunverulega og hún getur verið við þessar aðstæður. Myndin hefur magnaða tónlist og kvikmyndatakan vekur óhug, og hús sem vill ekki hafa íbúa vegna þess að upprunalegu íbúarnir... dóu, getum við sagt.

Þannig að allt er til staðar, og einn gagnrýnandi sagðist hafa "öskrað eins og smástelpa þrisvar sinnum," þó að hann sé frekar þekktur fyrir að gera það. Það eru tvennt í myndinni sem getur fengið þig til að skrækja: (1) Óvæntar uppákomur og (2) Draugar.

Óvæntu uppákomurnar eru þessi augnablik þegar hönd, andlit, líkami, líkamshluti eða (venjulega) köttur stekkur inn í rammann, og þú hoppar í sætinu þínu og segir, "Ó, þetta var bara köttur." Eða andlit, líkamshluti, vampíra, og svo framvegis. Draugarnir innihalda frekar draugalegar sýnir sem geta verið eða eru mögulega ekki efnislegar.

Matt, sonur Campbell hjónanna, er dauðvona af krabbameini og þarf að keyra hann marga kílómetra fyrir geislameðferðina hans. Madsen tekur þá "yfiriveguðu ákvörðun" að kaupa hús í fjarlægum bæ til að Matt, með brunasár eftir geislameðferðina og stöðugt óglatt, þurfi ekki að keyra of langt í meðferð. Ef kvikmyndin hefur galla, og hún hefur þá, þá er það of margir óvæntir atburðir. Allar dyr, gluggar, svefnherbergi, gangar, stigar, kjallari, loft og jafnvel svæði sem þarf að nálgast með því að skríða innihalda öll óvænta atburði, þannig að það er sjaldgæft ef eðlilegur hlutur gerist í húsinu. Campbell hjónin lenda svo oft í óvæntum atburðum, að þau hljóta að vera dauðuppgefin í lok hvers dag eftir öll þessi hlaup, hopp og að standa virkilega kyrr.

En ég má ekki vera of harður, vegna þess að óvæntir atburðir eru það sem kvikmyndir eins og þessi nærast á. Koteas er frábær sem presturinn, ekki sem draugabani með rómverskan kraga heldur sem sjúklingur í þjáningu af áhrifum geislavirkni sem virðist aldrei sannfærður um að hið góða muni  vinna á endanum.

Þannig. Fáránleg saga, svo oft brugðið að það hættir að hafa áhrif, góður leikur og listi starfsmanna sem komu að myndinni, og hvað annað? Ó, hvað með árurnar? Afhjúpaði Houdini slíkt ekki sem svik? Og gerði hinn stórfenglegi Randi það ekki líka? Og hvernig stendur á að þær séu enn notaðar sem sönnunargögn í sönnu sögunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband