Jennifer's Body (2009) ***


Megan Fox (vinstri) og Amanda Seyfried í atriði úr "Jennifer's Body."
 
Nákvæmlega það sem við vorum að bíða eftir: "Twilight" fyrir stráka með Megan Fox í hlutverki Robert Pattinson, fyrir utan að Pattinson var stundum ber að ofan. Næsta handrit Diablo Cody eftir "Juno" er 180 gráðu viðsnúningur, með kvenhetju sem hefur breyst í púka sem étur hold unglingsdrengja. Geturðu ímyndað þér aumingja kærastann hans Juno, Michael Cera, með grillsósu?
 
Jennifer's Body” blekkir okkur í upphafi með að byrja í léttum tón þar sem Jennifer Check (Megan Fox) og Needy Lesnicky (Amanda Seyfried) eru kynntar til sögunnar sem eilífðarvinkonur í framhaldsskóla. Jennifer er heitasta og vinsælasta skvísan í skólanum, og Needy er - tja, þurfandi. Needy hlýtur að vera gælunafn. Hvaða foreldrar færu að skýra barnið sitt Needy?
 
Jennifer er þessi klassíska unglingadrottning sem ræður yfir skólanum. Strákar girnast hana, hún er aðal klappstýran, og kannski gerir það sjálfsmynd hennar greiða að hin þurfandi Needy eltir hana út um allt. En svo breytist hún í, ekki nákvæmlega vampíru, þó að hún sökkvi sér helst í hálsa með hvössum tönnum. Hún er einhvers konar púki eða skrímsli, eiginlega óskilgreind, en tilgangur lífs hennar verður að ráðast á unglingsdrengi.

Ímynd hennar gefur henni dýrmætt vopn til að fullnægja hennar óvenjulegu matarlist. Feimnir strákar sem hefðu aldrei getað dreymt um að komast í samband með Jennifer uppgötva að hún er þeim óvænt vinsamleg, jafnvel tælandi. Einum strák er jafnvel boðið heim til hennar. Þetta reynist vera óhugnanlegt tómt hús. Af hverju fer fólk alltaf inn í óhugnanleg tóm hús og staulast um í myrkrinu þegar það er hægt standa úti á gangstétt og blístra?

Jennifer kemst upp með morð vegna þess að, nú, hvern myndi gruna kynþokkafulla og vinsæla klappstýru til að drekka blóð í leyni og mögulega háma í sig mannakjöt? Aðeins Needy grunar hinn hryllilega veruleika og loks er það hún sem stendur á milli Jennifer og fleiri fórnarlamba, meðal þeirra Chip Dove (Johnny Simmons) sem þú veist að er góður strákur af því að hann heitir sakleysislegu nafni, þegar allt kemur til alls, hvers konar nafn væri Chip Dove fyrir illmenni?

Það væri auðvelt að halda þessari grein áfram á svipaðan hátt, en ég er að gleyma svolitlu. Það er innan í Diablo Cody sál listamanns, og handrit hennar gefur þessu efni ákveðna skerpu, nokkurs konar barnslega kæti sem gefur ekkert eftir. Þetta er ekki unglingahrollvekja sem kemur beint af framleiðslulínunni. Jennifer og Needy eru aðeins of gáfulegar, samræðan er aðeins of ýkt, persónusköpunin er aðeins of öðruvísi. Eftir að hafa séð nóg af unglingahrollvekjum, lærirðu að meta þennan mun. Það má orða þetta þannig: Ég myndi frekar horfa á "Jennifer's Body" aftur heldur en "Twilight".

Megan Fox er svolítið spes. Við lítum á hana sem stjörnu, en þetta er samt fyrsta aðalhlutverk hennar. Hún komst ekki á 18. sæti Maxim yfir þær heitustu 100 árið 2007 fyrir leik. (Lindsay Lohan lenti í fyrsta sæti. Hversu fljótt hlutirnir breytast.) Fox er líka fræg fyrir að hafa mörg húðflúr, og þegar ég rannsakaði betur þann hluta af ímynd hennar, gerði ég jákvæða uppgötvun. Hver sem er getur verið með húðflúr af fiðrildi. Verið þar, gert það. En Megan Fox hefur húðflúr sem vitnar í "King Lear": "Við munum dást að gylltum fiðrildum." Hversu svalt er það? Þar að auki, til þessa, eru engar þreytandi slúðursögur um áfengi og fíkniefni.

Fox gerði ferli sínum mikið gagn með "Transformers" myndunum tveimur, en þetta er fyrsta tækifæri hennar til að leika, og veistu hvað? Hún er góð. Hún þarf að fara í gegnum hið nauðsynlega spúandi æluatriði og lifir það einhvern veginn af, hún leikur hlutverkið hreint út, og hún lítur frábærlega út í blóði drifnum kjól með hárið út um allt. Amanda Seyfried er góð í hetjuhlutverkinu.

Myndin er leikstýrð af Karyn Kusama, en hún kynnti kvikmyndaheiminum Michelle Rodriguez í hinni afbragðsgóðu "Girlfight" (2000). Hún meðhöndlar efnið á áhrifaríkan hátt og með mikilli sköpunargleði. Þetta er ekki list, þetta er ekki "Juno", þetta er ekki "Girlfight", heldur mynd um mannætuklappstýru. Hún er betri en hún þarf að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband