Capitalism: A Love Story (2009) ***1/2


Michael Moore talar í gjallarhorn eftir að hafa innsiglað svæðið þar sem glæpurinn var framinn.
 
Hæsta röddin í nýjustu kvikmynd Michael Moore talar við okkur að handan. Hún tilheyrir Franklin Delano Roosevelt, tæplega ári fyrir andlát hans, þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um 2. Réttindasáttmála Bandaríkjamanna. Hann mælti fyrir að allir borgarar hefðu rétt á eigin heimili, starfi, menntun og heilsuvernd. Með yfirveguðum og vel völdum örðum, talar hann alvarlega inn í myndavélina.
 
Þar til rannsóknarmaður á vegum Moore fann þetta myndskeið hafði það aldrei áður birst almenningi. Roosevelt, of veikur til að flytja frumvarp sitt fyrir þingið í eigin persónu, flutti það í útvarpi og bauð síðan Movietone News að taka upp myndskeið til viðbótar þar sem hann mælir fyrir 2. Réttindasáttmála Bandaríkjamanna. Þetta myndskeið hefur aldrei verið birt sem frétt. Ávarp Roosevelt virðist eiga við enn þann dag í dag, og það óþægilega er, að breytingarnar sem hann mælti fyrir hafa ekki enn verið teknar fyrir.
 
Á slíkum augnablikum talar kvikmynd Moore "Capitalism: A Love Story" á fágaðan hátt. Á öðrum augnablikum eru skilaboð hans svolítið óskýr. Hann trúir að kapítalismi sé kerfi sem þykist verðlauna frjálst framtak en verðlaunar í raun græðgi. Hann segir kapítalismann ábyrgan fyrir uppsöfnun auðæva á toppnum: Ríkustu 1 prósent Bandaríkjamanna eiga meira en 95 prósent þjóðarinnar til samans. Á tímum þegar Bandaríkjamenn kappræða um lögleiðingu fjárhættuspila, hefur fjárhættuspil lengi verið stundað á Wall Street.
 
En hvað þarf að gera til að laga efnahagslífið? Moore mælir ekki með sósíalisma. Hann trúir á kosningar, en telur að Obama hafi verið of fljótur að friða hina ríku og hafi ekki lagt mikið til grundvallar endurreisnar. Helsta vopnið sem Moore notar er skömm. Að fyrirtækjasamsteypur og fjármálastofnanir skuli halda áfram að ræna meirihluta Bandaríkjamanna, þeirra á meðal mótmælendur með kröfuspjöld við þinghúsið, er saga sem enn hefur ekki verið sögð.

Moore sýnir tvær óvæntar afhjúpanir. Sú fyrsta felur í sér nokkuð sem kallað er "trygging látinna bænda". Vissir þú að fyrirtæki geta líftryggt starfsmenn sína, þannig að þegar starfsmaður deyr, þá fær fyrirtækið bætur þegar við deyjum? Þetta er ein gerð starfsmannatrygginga sem þau eiga ekki í neinum vandræðum með. Fyrirtæki fræða yfirleitt ekki eftirlifandi maka um peninginn sem þau fá í bætur eftir andlátið.

Hin er einnig fjallað um hið ábyrgðarlausa, siðblinda fjárhættuspil sem kallast "afleiður" ("derivatives"). Ég hef lesið að afleiður séu svo flóknar að þær eru búnar til af tölvum og ekki einu sinni höfundar hugbúnaðarins skilja þær til fulls. Moore biður þrjá sérfræðinga að útskýra hugtakið fyrir honum. Þeim mistekst það öllum. Afleiður eru í eðli sínu líkur sem veðjað er um, til dæmis líkur á hvort að við munum geta greitt af húsnæðislánum okkar. Ef við gerum það, borga veðmálin sig. En hvað ef okkur tekst það ekki? Fjárfestar geta varið veðmál sín, með því að veðja á að fólk muni ekki geta borgað. Þeir vonast til að vinna sama hvernig fer.

Húsnæðislán okkar eru fórnarkostnaður þessara veðmála. Moore segir að þau séu skorin niður og skipt og endurpökkuð og send hingað og þangað. Hann tekur viðtal við repúblikanann Marcy Kaptur (D-Ohio), sem ráðleggur þegnum sínum: Ef banki verður gjaldþrota, ekki gera neitt, og krefstu þess að þeir afhendi þér afrit af húsnæðisláni þínu. Í mörgum tilfellum geta þeir það ekki.

Þú hefur hugsanlega séð furðufuglinn sem öskrar í  fjármálaþáttum kapalsjónvarpsins um lata heimiliseigendur sem fengu húsnæðislán án þess að hafa í raun haft efni á þeim. Moore segir að í raun hafi tveir þriðju allra persónulegra gjaldþrota Bandaríkjamanna verið vegna sjúkrakostnaðar. Fáir hafa efni á langvarandi veikindum í þessu landi. Moore minnist á þetta í kvikmyndinni "Sicko" (*hóst*). 

Myndin er áhrifamest þegar hún útskýrir eða afhjúpar þessar skammir. Hún er áhrifaminni, en kannski skemmtilegri, þegar hún sýnir Michael í Michael-Moore-ham. Hann elskar að taka sér stöðu. Á Wall Street notar hann gjallarhorn til að krefjast endurgreiðslu peninga okkar. Hann notar gulan lögregluborða til að innsigla svæðið þar sem glæpur hefur verið framinn og lokar þannig Hlutabréfakauphöllinni ("Stock Exchange"). Hann er klassískur múgæsingamaður. Hvort sem þú elskar hann eða hatar hlýturðu að viðurkenna það. Hann viðheldur athygli okkar eins og enginn annar heimildarmyndarhöfundur hefur áður gert.

Hann er líka verkamannastéttarstrákur, engin háskólamenntun, ennþá með hafnarboltahúfu á hausnum og í víðum buxum. Hann finnur einnig til samúðar með fórnarlömbum. Horfðu á hann tala við mann sem uppgötvaði að fyrirtækið þar sem eiginkona hans starfaði fékk útgreidda "tryggingu látinna bænda". Hlustaðu á hann tala við fjölskyldu sem tapaði bóndabæ sínum eftir að hafa viðhaldið honum í fjórar kynslóðir.

Titill myndarinnar er aldrei útskýrður. Hvað meinar Moore með honum? Kannski að kapítalismi þýði að þú þurfir aldrei segja afsakið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband